Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 26. maí 2024 20:10
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög gott að mörgu leyti. Við gáfum Blikum góðan leik, þeir voru í mestu vandræðum með að opna okkur. Síðan kemur eitt mark úr skyndisókn þegar við erum með allt liðið okkar uppi á vellinum. Þeir leysa skyndisóknirnar miklu betru en við gerðum.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 4-1 tap á móti Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Leikurinn var lengi vel í járnum en Breiðablik náðu að setja tvö mörk alveg í lokin. Því verður að spurja hvort 4-1hafi verið sanngjörn úrslit?

Þetta var alls ekki 4-1 leikur. Síðustu tvö mörkin voru bara stór misskilningur milli varnarmanna. Óli (Ólafur Íshólm) missir hann síðan klaufalega undir sig. Óli var búinn að vera frábær fyrir okkur í dag og frábær allt þetta tímabil. Úrslitin 4-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum.

Annar leikurinn í röð sem Fram kemst yfir en missa það niður. Rúnar segir það ekki vera áhyggjuefni en hann kemur þá einnig inn á það að þetta verður ekki svona í allt sumar að Fram-liðið kemst yfir og heldur svo bara hreinu.

Nei alls ekki. Þó að fyrstu leikirnir hafi verið þannig að við fengum sjaldan mark á okkur eftir að hafa komist yfir að þá verður það ekki þannig allt tímabilið. Við erum viðbúin því að svona gerist. Ef við tökum munin á Fram-liðinu núna og í fyrra erum við að sjá breytingu. Við þurfum samt að halda áfram. Mótið er langt.

Fyrir leikinn voru Framarar búnir að fá á sig 5 mörk og besta varnarliðið í deildinni. Í dag fengu þeir á sig fjögur mörk en þetta var allt öðruvísi leikur en þeir hafa spilað í upphafi móts.

Allt í einu dettur þetta svona og fellur svona með Blikum. Þá lítur þetta mun verr út. Færin sem liðin fengu í dag, ég held að þau hafi veirð nokkuð jöfn í dag.

Næsti leikur hjá Fram er grasleikur. Þeirra fyrsti í sumar þegar þeir mæta í Kaplakrika og spila við FH.

Við þurfum að skoða FH-ingana, þeir eru öflugir. Fyrsti leikur á grasi í sumar, frá því í æfingarferðinni reyndar. Það verður áhugavert að sjá hvernig við verðum þá.“ sagði Rúnar að leiks lokum.

Rúnar kemur þá einnig inn á það að þeir munu reyna að taka æfingar á grasi fyrir leikinn.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner