Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 26. maí 2024 20:10
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög gott að mörgu leyti. Við gáfum Blikum góðan leik, þeir voru í mestu vandræðum með að opna okkur. Síðan kemur eitt mark úr skyndisókn þegar við erum með allt liðið okkar uppi á vellinum. Þeir leysa skyndisóknirnar miklu betru en við gerðum.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 4-1 tap á móti Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Leikurinn var lengi vel í járnum en Breiðablik náðu að setja tvö mörk alveg í lokin. Því verður að spurja hvort 4-1hafi verið sanngjörn úrslit?

Þetta var alls ekki 4-1 leikur. Síðustu tvö mörkin voru bara stór misskilningur milli varnarmanna. Óli (Ólafur Íshólm) missir hann síðan klaufalega undir sig. Óli var búinn að vera frábær fyrir okkur í dag og frábær allt þetta tímabil. Úrslitin 4-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum.

Annar leikurinn í röð sem Fram kemst yfir en missa það niður. Rúnar segir það ekki vera áhyggjuefni en hann kemur þá einnig inn á það að þetta verður ekki svona í allt sumar að Fram-liðið kemst yfir og heldur svo bara hreinu.

Nei alls ekki. Þó að fyrstu leikirnir hafi verið þannig að við fengum sjaldan mark á okkur eftir að hafa komist yfir að þá verður það ekki þannig allt tímabilið. Við erum viðbúin því að svona gerist. Ef við tökum munin á Fram-liðinu núna og í fyrra erum við að sjá breytingu. Við þurfum samt að halda áfram. Mótið er langt.

Fyrir leikinn voru Framarar búnir að fá á sig 5 mörk og besta varnarliðið í deildinni. Í dag fengu þeir á sig fjögur mörk en þetta var allt öðruvísi leikur en þeir hafa spilað í upphafi móts.

Allt í einu dettur þetta svona og fellur svona með Blikum. Þá lítur þetta mun verr út. Færin sem liðin fengu í dag, ég held að þau hafi veirð nokkuð jöfn í dag.

Næsti leikur hjá Fram er grasleikur. Þeirra fyrsti í sumar þegar þeir mæta í Kaplakrika og spila við FH.

Við þurfum að skoða FH-ingana, þeir eru öflugir. Fyrsti leikur á grasi í sumar, frá því í æfingarferðinni reyndar. Það verður áhugavert að sjá hvernig við verðum þá.“ sagði Rúnar að leiks lokum.

Rúnar kemur þá einnig inn á það að þeir munu reyna að taka æfingar á grasi fyrir leikinn.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner