Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   fim 26. júlí 2018 22:11
Ísak Máni Wíum
Gunni Borgþórs: Ég hjálpa að leita að einhverjum betri manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er erfitt að segja eitthvað hvað gerist. Við bara klúðrum þessum leik. Við erum með unnin leik í höndunum og gerðum það sem átti að gera þangsað til það var orðið erfitt þá þorum við ekki að klára þetta."

Sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir ótrúlegt tap fyrir ÍR 3-2

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  2 Selfoss

Við erum ekki menn til að klára svona leiki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist og oftast eru það reynslumeiri leikmennirnir sem bara choke-a."

Selfoss eru eftir leikina í kvöld í fallsæti og hafa einungis náð í 4 stig af síðustu 24. Gunnar kveðst orðinn valtur í sessi.

Ekki spurning, við erum með ótrúlega flott félag og við erum engan veginn sáttir með þetta. Það fyrsta sem ég geri eftir þennan leik er að taka upp símann og hringja í stjórnina og segja að við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum að sækja þessa leikmenn til að styrkja liðið, þurfum við að fá einvhern annan til að stýra þessu? Þetta snýst um félagið ekki bara einhvern einn kall."

Hrvoje Tokic kom til liðsins í glugganum og á Gunni von á fleiri styrkingum.

Við erum að vinna hörðum höndum við að ná okkur í tvo leikmenn bæði innanlands og erlendis."

Að lokum var Gunni spurður að því hvort hann yrði þjálfari Selfoss í næsta leik.

Já ég held það, ef að við finnum eitthvað betra þá verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari í næsta leik. Ég fer í að hjálpa að leita að einhverjum betri manni ekki spurning."

Sagði Gunni að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner