Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 26. júlí 2018 22:11
Ísak Máni Wíum
Gunni Borgþórs: Ég hjálpa að leita að einhverjum betri manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er erfitt að segja eitthvað hvað gerist. Við bara klúðrum þessum leik. Við erum með unnin leik í höndunum og gerðum það sem átti að gera þangsað til það var orðið erfitt þá þorum við ekki að klára þetta."

Sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir ótrúlegt tap fyrir ÍR 3-2

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  2 Selfoss

Við erum ekki menn til að klára svona leiki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist og oftast eru það reynslumeiri leikmennirnir sem bara choke-a."

Selfoss eru eftir leikina í kvöld í fallsæti og hafa einungis náð í 4 stig af síðustu 24. Gunnar kveðst orðinn valtur í sessi.

Ekki spurning, við erum með ótrúlega flott félag og við erum engan veginn sáttir með þetta. Það fyrsta sem ég geri eftir þennan leik er að taka upp símann og hringja í stjórnina og segja að við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum að sækja þessa leikmenn til að styrkja liðið, þurfum við að fá einvhern annan til að stýra þessu? Þetta snýst um félagið ekki bara einhvern einn kall."

Hrvoje Tokic kom til liðsins í glugganum og á Gunni von á fleiri styrkingum.

Við erum að vinna hörðum höndum við að ná okkur í tvo leikmenn bæði innanlands og erlendis."

Að lokum var Gunni spurður að því hvort hann yrði þjálfari Selfoss í næsta leik.

Já ég held það, ef að við finnum eitthvað betra þá verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari í næsta leik. Ég fer í að hjálpa að leita að einhverjum betri manni ekki spurning."

Sagði Gunni að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner