Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   fim 26. júlí 2018 22:11
Ísak Máni Wíum
Gunni Borgþórs: Ég hjálpa að leita að einhverjum betri manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er erfitt að segja eitthvað hvað gerist. Við bara klúðrum þessum leik. Við erum með unnin leik í höndunum og gerðum það sem átti að gera þangsað til það var orðið erfitt þá þorum við ekki að klára þetta."

Sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir ótrúlegt tap fyrir ÍR 3-2

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  2 Selfoss

Við erum ekki menn til að klára svona leiki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist og oftast eru það reynslumeiri leikmennirnir sem bara choke-a."

Selfoss eru eftir leikina í kvöld í fallsæti og hafa einungis náð í 4 stig af síðustu 24. Gunnar kveðst orðinn valtur í sessi.

Ekki spurning, við erum með ótrúlega flott félag og við erum engan veginn sáttir með þetta. Það fyrsta sem ég geri eftir þennan leik er að taka upp símann og hringja í stjórnina og segja að við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum að sækja þessa leikmenn til að styrkja liðið, þurfum við að fá einvhern annan til að stýra þessu? Þetta snýst um félagið ekki bara einhvern einn kall."

Hrvoje Tokic kom til liðsins í glugganum og á Gunni von á fleiri styrkingum.

Við erum að vinna hörðum höndum við að ná okkur í tvo leikmenn bæði innanlands og erlendis."

Að lokum var Gunni spurður að því hvort hann yrði þjálfari Selfoss í næsta leik.

Já ég held það, ef að við finnum eitthvað betra þá verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari í næsta leik. Ég fer í að hjálpa að leita að einhverjum betri manni ekki spurning."

Sagði Gunni að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner