Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   fim 26. júlí 2018 22:11
Ísak Máni Wíum
Gunni Borgþórs: Ég hjálpa að leita að einhverjum betri manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er erfitt að segja eitthvað hvað gerist. Við bara klúðrum þessum leik. Við erum með unnin leik í höndunum og gerðum það sem átti að gera þangsað til það var orðið erfitt þá þorum við ekki að klára þetta."

Sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir ótrúlegt tap fyrir ÍR 3-2

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  2 Selfoss

Við erum ekki menn til að klára svona leiki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist og oftast eru það reynslumeiri leikmennirnir sem bara choke-a."

Selfoss eru eftir leikina í kvöld í fallsæti og hafa einungis náð í 4 stig af síðustu 24. Gunnar kveðst orðinn valtur í sessi.

Ekki spurning, við erum með ótrúlega flott félag og við erum engan veginn sáttir með þetta. Það fyrsta sem ég geri eftir þennan leik er að taka upp símann og hringja í stjórnina og segja að við þurfum að gera eitthvað. Við þurfum að sækja þessa leikmenn til að styrkja liðið, þurfum við að fá einvhern annan til að stýra þessu? Þetta snýst um félagið ekki bara einhvern einn kall."

Hrvoje Tokic kom til liðsins í glugganum og á Gunni von á fleiri styrkingum.

Við erum að vinna hörðum höndum við að ná okkur í tvo leikmenn bæði innanlands og erlendis."

Að lokum var Gunni spurður að því hvort hann yrði þjálfari Selfoss í næsta leik.

Já ég held það, ef að við finnum eitthvað betra þá verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari í næsta leik. Ég fer í að hjálpa að leita að einhverjum betri manni ekki spurning."

Sagði Gunni að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner