sun 26. júlí 2020 12:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ivanovic braut rússneska bikarinn - Fellaini setti þrennu
Mynd: Getty Images
Branislav Ivanovic og félagar í Zenit unnu rússneska bikarinn í gær með 1-0 sigri á Khimki.

Ivanovic er fyrirliði Zenit og hampaði hann bikarnum að leikslokum. Bikarinn er nokkuð þungur enda gerður úr gleri og lenti Ivanovic í erfiðleikum.

Hann missti bikarinn á jörðina og braut lokið eins og má sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.

Þá setti annar fyrrum úrvalsdeildarleikmaður þrennu í kínverska boltanum er Shandong Luneng lagði Dalian Pro að velli með þremur mörkum gegn tveimur.

Marouane Fellaini skoraði þrennuna og gerði hann öll mörkin með hausnum.



Dalian Pro 1-(3) Shandong Luneng - Marouane Fellaini hat trick from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner