Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. júlí 2021 18:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Varbergs stöðvaði Kolbein og hans félaga
Kolbeinn með boltann.
Kolbeinn með boltann.
Mynd: Guðmundur Svansson
Varbergs 2 - 0 Gautaborg
1-0 O. Alfonsi ('5)
2-0 R. Moon ('78, víti)

Varbergs lagði Gautaborg að velli á heimavelli í sænsku Allsvenskan í kvöld.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 83 mínúturnar hjá Gautaborg en hann hafði fyrir leikinn í dag skorað tvö mörk í tveimur leikjum og þrjú í síðustu fjórum. Gautaborg hafði unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni.

Varbergs komst yfir snemma leiks með marki frá Oliver Alfonsi og Ryan Moon innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu.

Gautaborg er í 8. sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir tólf leiki. Varbergs fór með sigrinum upp úr fallsæti, upp í 13. sætið og er með tólf stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner