Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 26. ágúst 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Lindelöf í Íslendingafélag?
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: EPA
Sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United eftir síðustu leiktíð.

Fabrizio Romano segir að Fiorentina sé núna að leggja mikið púður í að landa Lindelöf.

Fiorentina er auðvitað Íslendingafélag en Albert Guðmundsson er á meðal leikmanna félagsins. David de Gea, fyrrum liðsfélagi Lindelöf hjá United, er einnig á mála hjá félaginu.

Romano segir að Lindelöf hafi einnig fengið fyrirspurnir frá félögum í ensku úrvalsdeildinni.

Lindelöf, sem er 31 árs, spilaði með Man Utd frá 2017 til 2025.
Athugasemdir
banner
banner