
Það er vika eftir af félagskiptaglugganum og félögin þurfa að hafa hraðar hendur ef þau ætla að styrkja sig áður en skellt verður í lás! Hér er hinn sívinsæli slúðurpakki í boði Powerade.
Chelsea og Bayern München hafa komist að samkomulagi um að senegalski sóknarmaðurinn Nicolas Jackson (24 ára) fari til félagsins á láni. (Bild)
Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (20) gæti farið frá Manchester United í vikunni ef rétt tilboð kemur. (Talksport)
Rasmus Höjlund (22), sóknarmaður Manchester United, fær umtalsverða launahækkun ef hann gengur til Napoli áður en glugginn lokar. (Gazzetta dello Sport)
Tottenham bauð 50 milljónir punda í argentínska miðjumanninn Nico Paz (20) en Como hafnaði tilboðinu. Þetta er fjórði leikmaðurinn sem Tottenham gæti misst af í þessum glugga. (Mirror)
Crystal Palace hefur lagt fram 15 milljóna punda tilboð í svissneska varnarmanninn Manuel Akanji (30) hjá Manchester City. (Sun)
Newcastle bauð Wolves 50 milljónir punda fyrir norska framherjann Jörgen Strand Larsen (25) en Úlfarnir vilja fá meira en 75 milljónir. Larsen vill hins vegar fara til Newcastle. (Telegraph)
Liverpool vill fá sænska framherjann Alexander Isak (25) frá Newcastle, en eigendur Newcastle reyna að sannfæra hann um að vera áfram. (Daily Mail)
Vitor Pereira, stjóri Wolves, vill fá tékkneska miðvörðinn Ladislav Krejcí (26) frá Girona, og vill líka fá inn miðjumann og fjölhæfan sóknarmann. (Guardian)
Borussia Dortmund er nálægt því að semja við Wolves um að kaupa portúgalska framherjann Fabio Silva (23). (The Athletic)
Skoski varnarmaðurinn Nathan Patterson (23) hjá Everton, gæti farið á láni til Sevilla. (Liverpool Echo)
Everton bauð í tékkneska miðjumanninn Tomas Soucek (30) en West Ham hafnaði tilboðinu. (Times)
Fulham mun leyfa brasilíska miðjumanninum Andreas Pereira (29) að fara frá félaginu í sumar. (Teamtalk)
Roma og Marseille hafa bæði áhuga á Kostas Tsimikas (29), grískum vinstri bakverði Liverpool. (Football Italia)
Crystal Palace og Aston Villa keppa nú um Jaydee Canvot (19), franskan miðvörð hjá Toulouse. Aston Villa hafði áður fengið neitun við tilboði sínu. (Fabrizio Romano)
Philip Billing (29), miðjumaður Bournemouth, er að skipta yfir í Midtjylland í Danmörku fyrir 5 milljónir punda. (Times)
Derby County er að fá skoska hægri bakvörðinn Max Johnston (21) frá austurríska félaginu Sturm Graz. (Sky Sports)
Athugasemdir