Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
banner
   þri 26. ágúst 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool skapaði 0,00 í xG einum fleiri fram að markinu
Rio Ngumoah gerði sigurmark Liverpool.
Rio Ngumoah gerði sigurmark Liverpool.
Mynd: EPA
Liverpool vann dramatískan sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha gerði sigurmarkið undir blálokin.

Liverpool átti ekki sína bestu frammistöðu í leiknum þrátt fyrir að hafa verið einum fleiri allan seinni hálfleikinn.

Það er athyglisvert að 61 prósent af xG-i, vænt mörkum, Liverpool í leiknum kom í markinu sem Ngumoha skoraði á 100. mínútu. Annars hafði liðið ekki ógnað mikið.

Liverpool skapaði 0,00 í xG frá 47. mínútu og fram að markinu sem táningurinn skoraði. Þrátt fyrir það var Liverpool einum fleiri allan þennan tíma.

Liverpool er með fullt hús stiga en frammistaðan hefur ekki verið frábær til þessa.


Athugasemdir
banner
banner