Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Man Utd stefna á að vinna ensku úrvalsdeildina
Patrick Dorgu.
Patrick Dorgu.
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Patrick Dorgu segir að markmið Manchester United sé að vinna ensku úrvalsdeildina.

United er með eitt stig eftir tvo leiki en liðið endaði í 15. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Það eru núna liðin tólf ár síðan Man Utd vann síðast deildina en Dorgu segir að það sé alltaf markmiðið, að vinna deildina.

„Við erum Manchester United og það er alltaf markmiðið," segir Dorgu.

Fram kemur á Manchester Evening News að markmið United sé að vinna titilinn fyrir 2028.
Athugasemdir