Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 26. september 2021 11:10
Sverrir Örn Einarsson
Björn Einarsson: Vissi að við kæmumst á þennan stað
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera ótrúlega tilfinningaþrungin dagur að finna kraftinn og stærðina á félaginu okkar. Ég er búinn að hafa trú á þessu í mörg mörg ár og vissi að við kæmumst á þennan stað að vera besta lið landsins og þar erum við og þetta er bara frábær og ótrúlegur dagur í sögu Víkings.“
Sagði kampakátur formaður Víkings Björn Einarsson þegar fréttaritari greip hann úr þvögunni í fagnaðarlátum Víkinga í gær og spurði hann hvernig tilfinningin væri.

Þó leikmenn og þjálfarar vinni erfiðisvinnuna á bakvið það að landa svona titli er málið stærra en svo. Fjölmargir koma að félögnum og vinna mikið og óeigingjarnt starf til þess að gera þetta mögulegt.

„Þetta er sigur alls félagsins. Við höfum unnið leynt og ljóst í að styrkja Víking til svo margra margra ára. Hér ríkir gríðarlegur stöðugleiki í mannauði og í stjórnum og rekstri og það er líka það sem er að hjálpa okkur gríðarlega að klára þetta í dag ásamt frábærum þjálfara, frábærum leikmönnum og frábærum stuðningsmönnum.“

Víkingur er rótgróið félag sem stofnað er árið 1908. Talsverður vöxtur er fyrirséður hjá liðinu á næstu árum þar sem liðið er að taka við félagssvæði Fram í Safamýri þegar Fram flytur í Úlfarsárdal.

„Við ætlum ekki að hætta hér, Við erum að fara í stækkandi hverfi með Safamýrinni og það verður frábært að fá það hverfi inni í Víkingssamfélagið. Við hugsum hátt og þetta er stórkostlegur dagur. “

Sagði Björn en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner