Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 26. september 2021 11:10
Sverrir Örn Einarsson
Björn Einarsson: Vissi að við kæmumst á þennan stað
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera ótrúlega tilfinningaþrungin dagur að finna kraftinn og stærðina á félaginu okkar. Ég er búinn að hafa trú á þessu í mörg mörg ár og vissi að við kæmumst á þennan stað að vera besta lið landsins og þar erum við og þetta er bara frábær og ótrúlegur dagur í sögu Víkings.“
Sagði kampakátur formaður Víkings Björn Einarsson þegar fréttaritari greip hann úr þvögunni í fagnaðarlátum Víkinga í gær og spurði hann hvernig tilfinningin væri.

Þó leikmenn og þjálfarar vinni erfiðisvinnuna á bakvið það að landa svona titli er málið stærra en svo. Fjölmargir koma að félögnum og vinna mikið og óeigingjarnt starf til þess að gera þetta mögulegt.

„Þetta er sigur alls félagsins. Við höfum unnið leynt og ljóst í að styrkja Víking til svo margra margra ára. Hér ríkir gríðarlegur stöðugleiki í mannauði og í stjórnum og rekstri og það er líka það sem er að hjálpa okkur gríðarlega að klára þetta í dag ásamt frábærum þjálfara, frábærum leikmönnum og frábærum stuðningsmönnum.“

Víkingur er rótgróið félag sem stofnað er árið 1908. Talsverður vöxtur er fyrirséður hjá liðinu á næstu árum þar sem liðið er að taka við félagssvæði Fram í Safamýri þegar Fram flytur í Úlfarsárdal.

„Við ætlum ekki að hætta hér, Við erum að fara í stækkandi hverfi með Safamýrinni og það verður frábært að fá það hverfi inni í Víkingssamfélagið. Við hugsum hátt og þetta er stórkostlegur dagur. “

Sagði Björn en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner