Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 26. september 2021 11:10
Sverrir Örn Einarsson
Björn Einarsson: Vissi að við kæmumst á þennan stað
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera ótrúlega tilfinningaþrungin dagur að finna kraftinn og stærðina á félaginu okkar. Ég er búinn að hafa trú á þessu í mörg mörg ár og vissi að við kæmumst á þennan stað að vera besta lið landsins og þar erum við og þetta er bara frábær og ótrúlegur dagur í sögu Víkings.“
Sagði kampakátur formaður Víkings Björn Einarsson þegar fréttaritari greip hann úr þvögunni í fagnaðarlátum Víkinga í gær og spurði hann hvernig tilfinningin væri.

Þó leikmenn og þjálfarar vinni erfiðisvinnuna á bakvið það að landa svona titli er málið stærra en svo. Fjölmargir koma að félögnum og vinna mikið og óeigingjarnt starf til þess að gera þetta mögulegt.

„Þetta er sigur alls félagsins. Við höfum unnið leynt og ljóst í að styrkja Víking til svo margra margra ára. Hér ríkir gríðarlegur stöðugleiki í mannauði og í stjórnum og rekstri og það er líka það sem er að hjálpa okkur gríðarlega að klára þetta í dag ásamt frábærum þjálfara, frábærum leikmönnum og frábærum stuðningsmönnum.“

Víkingur er rótgróið félag sem stofnað er árið 1908. Talsverður vöxtur er fyrirséður hjá liðinu á næstu árum þar sem liðið er að taka við félagssvæði Fram í Safamýri þegar Fram flytur í Úlfarsárdal.

„Við ætlum ekki að hætta hér, Við erum að fara í stækkandi hverfi með Safamýrinni og það verður frábært að fá það hverfi inni í Víkingssamfélagið. Við hugsum hátt og þetta er stórkostlegur dagur. “

Sagði Björn en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner