PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 26. september 2021 11:10
Sverrir Örn Einarsson
Björn Einarsson: Vissi að við kæmumst á þennan stað
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera ótrúlega tilfinningaþrungin dagur að finna kraftinn og stærðina á félaginu okkar. Ég er búinn að hafa trú á þessu í mörg mörg ár og vissi að við kæmumst á þennan stað að vera besta lið landsins og þar erum við og þetta er bara frábær og ótrúlegur dagur í sögu Víkings.“
Sagði kampakátur formaður Víkings Björn Einarsson þegar fréttaritari greip hann úr þvögunni í fagnaðarlátum Víkinga í gær og spurði hann hvernig tilfinningin væri.

Þó leikmenn og þjálfarar vinni erfiðisvinnuna á bakvið það að landa svona titli er málið stærra en svo. Fjölmargir koma að félögnum og vinna mikið og óeigingjarnt starf til þess að gera þetta mögulegt.

„Þetta er sigur alls félagsins. Við höfum unnið leynt og ljóst í að styrkja Víking til svo margra margra ára. Hér ríkir gríðarlegur stöðugleiki í mannauði og í stjórnum og rekstri og það er líka það sem er að hjálpa okkur gríðarlega að klára þetta í dag ásamt frábærum þjálfara, frábærum leikmönnum og frábærum stuðningsmönnum.“

Víkingur er rótgróið félag sem stofnað er árið 1908. Talsverður vöxtur er fyrirséður hjá liðinu á næstu árum þar sem liðið er að taka við félagssvæði Fram í Safamýri þegar Fram flytur í Úlfarsárdal.

„Við ætlum ekki að hætta hér, Við erum að fara í stækkandi hverfi með Safamýrinni og það verður frábært að fá það hverfi inni í Víkingssamfélagið. Við hugsum hátt og þetta er stórkostlegur dagur. “

Sagði Björn en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner