Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 26. september 2021 11:10
Sverrir Örn Einarsson
Björn Einarsson: Vissi að við kæmumst á þennan stað
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Björn Einarsson t.v fyrir miðri mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera ótrúlega tilfinningaþrungin dagur að finna kraftinn og stærðina á félaginu okkar. Ég er búinn að hafa trú á þessu í mörg mörg ár og vissi að við kæmumst á þennan stað að vera besta lið landsins og þar erum við og þetta er bara frábær og ótrúlegur dagur í sögu Víkings.“
Sagði kampakátur formaður Víkings Björn Einarsson þegar fréttaritari greip hann úr þvögunni í fagnaðarlátum Víkinga í gær og spurði hann hvernig tilfinningin væri.

Þó leikmenn og þjálfarar vinni erfiðisvinnuna á bakvið það að landa svona titli er málið stærra en svo. Fjölmargir koma að félögnum og vinna mikið og óeigingjarnt starf til þess að gera þetta mögulegt.

„Þetta er sigur alls félagsins. Við höfum unnið leynt og ljóst í að styrkja Víking til svo margra margra ára. Hér ríkir gríðarlegur stöðugleiki í mannauði og í stjórnum og rekstri og það er líka það sem er að hjálpa okkur gríðarlega að klára þetta í dag ásamt frábærum þjálfara, frábærum leikmönnum og frábærum stuðningsmönnum.“

Víkingur er rótgróið félag sem stofnað er árið 1908. Talsverður vöxtur er fyrirséður hjá liðinu á næstu árum þar sem liðið er að taka við félagssvæði Fram í Safamýri þegar Fram flytur í Úlfarsárdal.

„Við ætlum ekki að hætta hér, Við erum að fara í stækkandi hverfi með Safamýrinni og það verður frábært að fá það hverfi inni í Víkingssamfélagið. Við hugsum hátt og þetta er stórkostlegur dagur. “

Sagði Björn en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner