Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2022 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate beindi athyglinni frá Maguire
Mynd: Getty Images

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, svaraði spurningum fréttamanna eftir fjörugt jafntefli gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.


Staðan var markalaus í leikhlé en Þjóðverjar komust í tveggja marka forystu í síðari hálfleik. England kom til baka og sneri stöðunni við á lokakaflanum en Kai Havertz skoraði svo sitt annað mark og bjargaði stigi fyrir Þýskaland.

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, hefur fengið mikla gagnrýni á upphafi tímabils og gerðist sekur um tvö slæm mistök í leiknum í kvöld. Southgate, sem varði Maguire í fjölmiðlum á dögunum, var spurður út í fyrri mistökin en var snöggur að breyta um umræðuefni.

„Það var erfitt að sjá þetta frá hliðarlínunni en vandamálið í fyrra markinu er þegar við töpum boltanum, ekki þegar þeir eru komnir með hann inn í vítateiginn. Ég get bara hrósað strákunum fyrir frammistöðuna í kvöld, þeir sýndu mikinn karakter og hafa lært af þessum erfiða kafla með landsliðinu," sagði Southgate að leikslokum.

„Við erum vanir að vera undir pressu, það er gott fyrir okkur. Strákarnir hafa lært helling á síðustu mánuðum en til samanburðar þá lærðu þeir til dæmis ekki neitt þegar við spiluðum æfingalandsleik við Fílabeinsströndina í mars. Andstæðingarnir misstu mann af velli í fyrri hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. 

„Strákarnir sýndu frábæran karakter og hann mun skipta sköpum á lokamótinu. Við fengum á okkur mörk útaf einstaklingsmistökum en frammistaðan var góð. Strákarnir sýndu kjark og dugnað sem var ekki til staðar í síðustu leikjum. Áhorfendurnir sáu það og hvöttu strákana til dáða."


Athugasemdir
banner
banner