Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   þri 26. september 2023 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Ingibjörg með boltann í leiknum í kvöld
Ingibjörg með boltann í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Selma kjötaði Popp.
Selma kjötaði Popp.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Íslands átti líkt og liðsfélagar sínir langt og erfitt kvöld í Bochum í Þýskalandi þar Ísland beið lægri hlut 4-0 gegn Þýskalandi í 2,umferð A-deildar Þjóðardeildarinnar í kvöld. Hvernig er tilfinningin eftir leik?

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Það er ekkert svo góð tilfinning að tapa en við töpuðum bara á móti betra liði hérna í dag. Þær voru bara drullugóðar.“

Lið Þýskalands var vel stutt í stúkunni og var stemmingin góð þeirra megin á vellinum. Eitthvað sem mögulega hjálpaði Þýska liðinu en talsvert hefur verið rætt um krísu innan þeirra herbúða eftir lélegt gengi á HM í sumar og tap gegn Danmörku á dögunum.

„Það hefur hundrað prósent gefið þeim orku en mér finnst við samt hafa skapað góða stemmingu innan liðsins og vorum að peppa hvor aðra upp allan leikinn. Ég held að það sé eitt sem við getum tekið út úr leiknum að það er góður andi í liðinu.“

Framherjar Þjóðverja eru sannarlega úr efstu hillu og gerðu varnarmönnum Íslands oft á tíðum lífið leitt í kvöld. Hvernig var að eiga við þær?

„Þetta eru heimsklassa leikmenn og má ekki gefa þeim neitt pláss. Við gerðum alveg ágætlega en ef maður gefur þeim smá pláss þá kemur mark og við fundum fyrir því.“

Ingibjörg fékk að líta gula spjaldið fyrir að stympingar við einn af téðum framherum þegar hún ýtti við Alexöndru Popp. Hvað gerðist þar?

„Selma byrjar bara á því að kjöta Popp sem verður pirruð og ýtir henni frá sér og þá ýti ég í hana til baka. Mér fannst ég nú bara gera það sama og Popp gerði. Þetta var kannski heimskulegt hjá mér en þetta er týpískt þegar maður spilar á móti stórstjörnum og maður verður alltaf undir hjá dómararnum með svona stórstjörnur.“

Sagði Ingibjörg og bætti síðan við um hvort íslenska liðið hefði mátt sýna meiri hörku.

„Mér fannst þarna aðeins áður að við værum að leyfa þeim að vera of harðar við okkur og við værum ekki alveg að matcha þær. Ég var líka aðeins að hugsa að það kæmi smá "statement útfrá því en svo kemur gult spjald. “
.
Allt viðtalið við Ingibjörgu má sjá i spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner