Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Íslands átti líkt og liðsfélagar sínir langt og erfitt kvöld í Bochum í Þýskalandi þar Ísland beið lægri hlut 4-0 gegn Þýskalandi í 2,umferð A-deildar Þjóðardeildarinnar í kvöld. Hvernig er tilfinningin eftir leik?
26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum
Lestu um leikinn: Þýskaland 4 - 0 Ísland
„Það er ekkert svo góð tilfinning að tapa en við töpuðum bara á móti betra liði hérna í dag. Þær voru bara drullugóðar.“
Lið Þýskalands var vel stutt í stúkunni og var stemmingin góð þeirra megin á vellinum. Eitthvað sem mögulega hjálpaði Þýska liðinu en talsvert hefur verið rætt um krísu innan þeirra herbúða eftir lélegt gengi á HM í sumar og tap gegn Danmörku á dögunum.
„Það hefur hundrað prósent gefið þeim orku en mér finnst við samt hafa skapað góða stemmingu innan liðsins og vorum að peppa hvor aðra upp allan leikinn. Ég held að það sé eitt sem við getum tekið út úr leiknum að það er góður andi í liðinu.“
Framherjar Þjóðverja eru sannarlega úr efstu hillu og gerðu varnarmönnum Íslands oft á tíðum lífið leitt í kvöld. Hvernig var að eiga við þær?
„Þetta eru heimsklassa leikmenn og má ekki gefa þeim neitt pláss. Við gerðum alveg ágætlega en ef maður gefur þeim smá pláss þá kemur mark og við fundum fyrir því.“
Ingibjörg fékk að líta gula spjaldið fyrir að stympingar við einn af téðum framherum þegar hún ýtti við Alexöndru Popp. Hvað gerðist þar?
„Selma byrjar bara á því að kjöta Popp sem verður pirruð og ýtir henni frá sér og þá ýti ég í hana til baka. Mér fannst ég nú bara gera það sama og Popp gerði. Þetta var kannski heimskulegt hjá mér en þetta er týpískt þegar maður spilar á móti stórstjörnum og maður verður alltaf undir hjá dómararnum með svona stórstjörnur.“
Sagði Ingibjörg og bætti síðan við um hvort íslenska liðið hefði mátt sýna meiri hörku.
„Mér fannst þarna aðeins áður að við værum að leyfa þeim að vera of harðar við okkur og við værum ekki alveg að matcha þær. Ég var líka aðeins að hugsa að það kæmi smá "statement útfrá því en svo kemur gult spjald. “
.
Allt viðtalið við Ingibjörgu má sjá i spilaranum hér að ofan
Athugasemdir