Það er bara hætta á því að Liverpool sé að stinga af í ensku úrvalsdeildinni þó aðeins fimm umferðir séu búnar.
Liverpool hefur alls ekki verið sannfærandi en eru samt sem áður með fullt hús stiga, þeir hafa klárað sína leiki. Og úrslitin í leik Arsenal og Manchester City, jafntefli, voru virkilega góð fyrir Englandsmeistarana.
Liverpool hefur alls ekki verið sannfærandi en eru samt sem áður með fullt hús stiga, þeir hafa klárað sína leiki. Og úrslitin í leik Arsenal og Manchester City, jafntefli, voru virkilega góð fyrir Englandsmeistarana.
Það er allt að falla með Liverpool í byrjun tímabils sem er ekki skemmtilegt fyrir stuðningsmenn annarra liða en það er hætta á öðru tímabili eins og því síðasta þar sem Liverpool stakk af snemma.
„Þetta er gjörsamlega óþolandi," sagði Haraldur Örn Haraldsson, stuðningsmaður Chelsea, í Enski boltinn hlaðvarpinu. „Að þeir geti spilað ekki vel leik eftir leik og vinna samt."
„Mér líður alltaf eins og þeir eigi auka gír, ef ekki tvo, inni," sagði Kári Snorrason.
„Það er nefnilega málið. Svo hrökkva þeir í gang og halda áfram að vinna. Þeir eru að þjösnast í gegnum þessa leiki og svo fara þeir í gang. Það er óþolandi að þegar þeir eru að spila illa að þeir séu ekki að missa stig," sagði Haraldur.
Liverpool harkaði út sigur gegn nágrönnunum í Everton um síðustu helgi en þeir mæta Crystal Palace núna um helgina. Arne Slot, stjóra Liverpool, hefur tekist að búa til einhverja vél sem mallar bara áfram.
Athugasemdir