Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 26. nóvember 2019 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Neymar og Bale byrja ekki
Neymar er að koma til baka úr meiðslum. Hann byrjar á bekknum í Madríd.
Neymar er að koma til baka úr meiðslum. Hann byrjar á bekknum í Madríd.
Mynd: Getty Images
Mourinho gerir eina breytingu.
Mourinho gerir eina breytingu.
Mynd: Getty Images
Ronaldo byrjar gegn Atletico.
Ronaldo byrjar gegn Atletico.
Mynd: Getty Images
Neymar byrjar á bekknum hjá Paris Saint-Germain gegn Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni í kvöld. Gareth Bale er þá á bekknum hjá Real Madrid.

Sex leikir hefjast klukkan 20:00.

Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum og Thomas Tuchel, þjálfari PSG, ákveður frekar að byrja með Angel Di Maria gegn Real. Mauro Icardi og Kylian Mbappe byrja einnig hjá PSG.

Fyrir leikinn er PSG með fullt hús stiga á toppi riðilsins. Real er í öðru sæti með sjö stig, með fimm stigum meira en Club Brugge sem er í þriðja sæti.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Carvajal, Ramos, Varane, Marcelo, Casemiro, Kroos, Valverde, Hazard, Isco, Benzema.
(Varamenn: Areola, Militao, Modric, Bale, Jovic, Mendy, Rodrygo)

Byrjunarlið PSG: Navas, Meunier, Kimpempe, Silva, Bernat, Gueye, Marquinhos, Verratti, Di Maria, Icardi, Mbappe.
(Varamenn: Rico, Diallo, Dagba, Draxler, Sarabia, Neymar, Cavani)

Jose Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn í Meistaradeildinni gegn Olympiakos. Frá sigrinum á West Ham um liðna helgi gerir Mourinho eina breytingu. Danny Rose kemur inn fyrir Ben Davies.

Tottenham er með sjö stig í öðru sæti B-riðils. Með sigri tryggir liðið sér áfram.

Byrjunarlið Tottenham gegn Olympiakos: Gazzaniga, Aurier, Alderweireld, Sanchez, Rose, Dier, Winks, Dele, Lucas, Son, Kane.

Í hinum leik B-riðils mætast Bayern og Rauða stjarnan frá Serbíu. Bayern, sem er nú þegar komið áfram, stillir upp sterku liði.

Byrjunarlið Bayern gegn Rauðu stjörnunni: Neuer, Pavard, Martinez, Boateng, Davies, Tolisso, Thiago, Goretzka, Coman, Lewandowski, Coutinho.

Í C-riðli á Manchester City heimaleik gegn Shakhtar Donetsk. Otamendi, Angelino, Gundogan, Bernardo Silva og Gabriel Jesus koma inn í byrjunarliðið frá sigrinum gegn Chelsea um liðna helgi í ensku úrvalsdeildinni.

City er á toppi riðilsins með tíu stig. Svo koma Shakhtar og Dinamo Zagreb með fimm stig.

Byrjunarlið Man City gegn Shakhtar: Ederson, Cancelo, Fernandinho, Otamendi, Angelino, Rodrigo, Gundogan, De Bruyne, Bernardo, Sterling, G Jesus.

Það er svo stórleikur í D-riðli þar sem Juventus og Atletico eigast við. Cristiano Ronaldo byrjar hjá Juventus, en hann missti af síðasta deildarleik vegna meiðsla.

Fyrir leikinn er Juventus á toppnum með tíu stig, Atletico í öðru sæti með sjö stig.

Byrjunarlið Juventus: Szczensy, De Sciglio, De Ligt, Bonucci, Danilo, Bentancur, Pjanic, Matuidi, Ramsey, Ronaldo, Dybala.

Byrjunarlið Atletico: Oblak, Trippier, Hermoso, Felipe, Lodi, Herrera, Saúl, Thomas, Koke, Morata, Vitolo.

Leikir dagsins:
A-riðill
17:55 Galatasaray - Club Brugge (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Real Madrid - PSG (Stöð 2 Sport 2)

B-riðill
20:00 Tottenham - Olympiakos (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Rauða stjarnan - Bayern

C-riðill
20:00 Man City - Shakhtar D (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Atalanta - Dinamo Zagreb

D-riðill
17:55 Lokomotiv - Leverkusen
20:00 Juventus - Atletico Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner