Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. nóvember 2019 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Fengu tveir rautt í fagnaðarlátum
Krepin Diatta.
Krepin Diatta.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir búnir í Meistaradeild Evrópu í kvöld

Club Brugge og Galatasaray skildu jöfn í A-riðlinum, 1-1. Þar með er það ljóst að Real Madrid fer með PSG upp úr riðlinum, en Real og PSG mætast klukkan 20:00.

Krepin Diatta jafnaði fyrir Club Brugge í uppbótartíma og fagnaði hann með því að fara úr treyjunni. Fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Liðsfélagi hans fékk líka sitt annað gula spjald í fagnaðarlátunum.

Club Brugge kláraði leikinn með níu menn inn á vellinum, en náði að halda út. Club Brugge er með þrjú stig og Galatasaray eitt stig.

Í D-riðli kom Bayer Leverkusen sér upp í þriðja sæti með sigri á Lokomotiv Moskvu í Rússlandi.

Leverkusen er núna með sex stig, stigi minna en Atletico Madrid. Lokomotiv er á botni riðilsins með þrjú stig, en í kvöld mætast Juventus og Atletico.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin fyrir leikina sem hefjast klukkan 20:00.

Riðill-A:
Galatasaray 1 - 1 Club Brugge
1-0 Adem Buyuk ('11 )
1-1 Krepin Diattar ('90 )
Rautt spjald: Krepin Diatta, Club Brugge ('90), Clinton Mata, Club Brugge ('90).

Riðill-D:
Lokomotiv 0 - 2 Bayer
0-1 Rifat Zhemaletdinov ('11 , sjálfsmark)
0-2 Sven Bender ('54 )

Athugasemdir
banner
banner