Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. nóvember 2019 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Tottenham og PSG komu til baka
PSG kom til baka í Madríd.
PSG kom til baka í Madríd.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Lewandowski skoraði fjögur.
Lewandowski skoraði fjögur.
Mynd: Getty Images
Dybala gerði fallegt aukaspyrnumark.
Dybala gerði fallegt aukaspyrnumark.
Mynd: Getty Images
Það er ljóst hvaða lið fara upp úr A- og B-riðlum Meistaradeildarinnar og í 16-liða úrslit.

Real Madrid og PSG fara upp úr A-riðlinum, en það var ljóst fyrir leik liðanna á Santiago Bernabeu í Madríd í kvöld.

Karim Benzema kom Madrídingum yfir eftir 17. mínútur, en undir lok fyrri hálfleiksins leit umdeildur VAR-dómur dagsins ljós. Portúgalskur dómari leiksins gaf Thibaut Courtous, markverði Real, rautt spjald fyrir brot á Mauro Icardi. Eftir að hafa skoðað atvikið hins vegar á skjá á vellinum þá breytti hann dómnum í aukaspyrnu fyrir Real og dró hann rauða spjaldið til baka.

Sjá einnig:
Dró rauða spjaldið til baka og gaf Real aukaspyrnu

Staðan var 1-0 í hálfleik og alveg fram á 79. mínútu, en þá skoraði Benzema öðru sinni og kom heimamönnum í 2-0. Gestirnir gáfust hins vegar ekki upp.

Kylian Mbappe minnkaði muninn tveimur mínútum eftir mark Benzema, og tveimur mínútum eftir mark Mbappe þá jafnaði Pablo Sarabia. Gríðarleg dramatík og jafntefli niðurstaðan.

PSG er á toppnum í A-riðli með 13 stig og hefur tryggt sér sigur í riðlinum. Real er í öðru sæti með átta stig.

Bayern München tryggði sér sigur í B-riðli með fimmta sigrinum af fimmta mögulegum. Liðið mætti Rauðu stjörnunni frá Serbíu og fór Robert Lewandowski á kostum - ekki í fyrsta sinn. Lewandowski skoraði fjögur.

Í sama riðli tryggði Tottenham sér farseðilinn í 16-liða úrslit með sigri á Olympiakos á heimavelli.

Útlitið var ekki gott eftir fyrstu 20 mínútur fyrir lærisveina Jose Mourinho því þeir lentu 2-0 undir. Mourinho brást við með því að taka Eric Dier af velli í fyrri hálfleik. Dele Alli minnkaði muninn fyrir leikhlé og í seinni hálfleiknum gekk Spurs á lagið.

Harry Kane jafnaði eftir fljót viðbrögð boltasækjara og bakvörðurinn Serge Aurier kom Tottenham yfir. Kane skoraði öðru sinni á 77. mínútu og tryggði Spurs 4-2 sigur.

Tottenham er með tíu stig í öðru sæti, Rauða stjarnan í þriðja sæti með þrjú stig og á botninum er Olympiakos með eitt stig.

Juventus og Man City vinna sína riðla
Juventus hafði betur gegn Atletico Madrid með einu marki gegn engu. Paulo Dybala skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu úr þröngu færi.

Juventus er með 13 stig á toppnum í D-riðli, búið að vinna riðilinn. Atletico er í öðru sæti með sjö stig, einu stigi meira en Bayer Leverkusen. Atletico mætir Lokomotiv Moskvu á heimavelli í lokaumferð riðilsins.

Að lokum að C-riðlinum þar sem Manchester City tryggði sér sigur með jafntefli gegn Shakhtar Donetsk á heimavelli. Ilkay Gundogan kom City yfir eftir rúmar 10 mínútur í síðari hálfleik. Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir frá Úkraínu og þar við sat.

City er með 11 stig eftir fimm leiki, næst kemur Shakhtar með sex stig og þar á eftir Dinamo Zagreb með fimm stig og Atalanta fjögur. Atalanta lagði Dinamo Zagreb að velli í kvöld.

A-riðill:
Real Madrid 2 - 2 Paris Saint Germain
1-0 Karim Benzema ('17 )
2-0 Karim Benzema ('79 )
2-1 Kylian Mbappe ('81 )
2-2 Pablo Sarabia ('83 )

B-riðill:
Tottenham 4 - 2 Olympiakos
0-1 Youseff El Arabi ('6 )
0-2 Ruben Semedo ('19 )
1-2 Dele Alli ('45 )
2-2 Harry Kane ('50 )
3-2 Serge Aurier ('73 )
4-2 Harry Kane ('77 )

Crvena Zvezda 0 - 6 Bayern
0-1 Leon Goretzka ('14 )
0-2 Robert Lewandowski ('53 , víti)
0-3 Robert Lewandowski ('60 )
0-4 Robert Lewandowski ('64 )
0-5 Robert Lewandowski ('68 )
0-6 Corentin Tolisso ('90 )

C-riðill:
Manchester City 1 - 1 Shakhtar D
1-0 Ilkay Gundogan ('56 )
1-1 Manor Solomon ('69 )

Atalanta 2 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Luis Muriel ('27 , víti)
2-0 Alejandro Gomez ('47 )

D-riðill:
Juventus 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Paulo Dybala ('45 )

Önnur úrslit:
Meistaradeildin: Fengu tveir rautt í fagnaðarlátum
Athugasemdir
banner
banner
banner