Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. nóvember 2019 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dró rauða spjaldið til baka og gaf Real aukaspyrnu
Leikmenn hópast í kringum dómarann.
Leikmenn hópast í kringum dómarann.
Mynd: Getty Images
Seinni hálfleikurinn var að hefjast í viðureign Real Madrid og Paris Saint-Germain í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Karim Benzema skoraði eina mark fyrri hálfleiksins.

Það var myndbandsdómaratæknin umdeilda sem vakti mesta athygli í fyrri hálfleiknum.

Undir lok hans rak dómari leiksins, Artur Soares Dias frá Portúgal, Thibaut Courtois, markvörð Real Madrid, af velli fyrir brot á Mauro Icardi. Dómarinn fór og skoðaði það hvort brotið hefði mögulega verðskuldað vítapyrnu.

Þegar hann var hins vegar búinn að skoða atvikið á skjá á vellinum, þá breytti hann algjörlega um skoðun. Dró rauða spjaldið til baka og gaf Real Madrid aukaspyrnu fyrir brot sem hafði átt sér stað fyrir atvikið.

Hann mat svo að Idrissa Gueye, miðjumaður PSG, hefði verið brotlegur á miðjum vellinum.

Leikmenn og stuðningsmenn PSG voru allt annað en sáttir með ákvörðunina.

„Þetta sem var að gerast í Madrid er líklega það allta versta sem maður hefur séð frá VAR," skrifaði Atli Viðar Björnsson, fyrrum framherji FH, á Twitter.

Myndband má sjá hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner