Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. nóvember 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel: Maður vill alltaf það sem maður getur ekki fengið
Thomas Tuchel og Zinedine Zidane elska báðir Mbappe
Thomas Tuchel og Zinedine Zidane elska báðir Mbappe
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Thomas Tuchel, þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, er orðinn þreyttur á ummælum Zinedine Zidane um Kylian Mbappe, framherja liðsins.

Áhugi Zidane á Mbappe er ekkert leyndarmál en hann vill ólmur að Real Madrid kaupi hann næsta sumar frá PSG.

Zidane hefur undanfarnar vikur og mánuði rætt opinberlega um Mbappe og hefur Tuchel þurft að svara honum á blaðamannafundum.

Hann gerði slíkt hið sama fyrir leik liðsins gegn Real Madrid sem fer fram í kvöld en hann segir að fólk vill oft hluti meira sem það getur ekki fengið.

„Ég veit ekki hversu mikið Zidane elskar Mbappe en við elskum hann afar mikið," sagði Tuchel.

„Það mikilvægasta er að hann er okkar leikmaður og við erum ánægðir að vera með hann hér. Þegar maður getur ekki fengið eitthvað sem mann langar í þá langar manni enn meira í það," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner