fim 26. nóvember 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Sara Björk: Gjörsamlega skelfilegt í fyrri hálfleik - Einu skrefi nær
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Við vorum eftir í öllu, návígi og pressu, og náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, við RÚV eftir 1-3 útisigur á Slóvakíu í kvöld.

„Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, en einhvern veginn vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt en við snérum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar"

Sigurinn tryggir liðinu þátttöku í umspilinu fyrir EM en enn er von að liðið endi sem eitt af bestu þremur liðunum í 2. sæti, þá kemst liðið beint í lokakeppnina.

Sara skoraði úr tveimur vítum í kvöld en það fyrra kom eftir að endurtaka þurfti slaka spyrnu Söru. Heppnin var með Söru þar sem markvörður Slóvakíu fór af marklínunni þegar hún varði.

„„Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo að fá þrjár vítaspyrnur í einum leik. Sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum," sagði Sara um vítið.
Athugasemdir
banner
banner
banner