Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 11:27
Elvar Geir Magnússon
1.029 dagar síðan hann spilaði
Markvörðurinn Tom Heaton.
Markvörðurinn Tom Heaton.
Mynd: Manchester United
Tom Heaton, þriðji markvörður Manchester United, er í skemmtilegu viðtali við Guardian þar sem hann segist enn elska það að mæta á æfingasvæðið, þó það séu 1.029 dagar síðan hann lék keppnisleik.

Heaton verður 40 ára í apríl, á þrjá landsleiki fyrir England að baki en síðasti deildarleikur hans kom fyrir Aston Villa 1. janúar 2020. Hann varð fyrir liðbandameiðslum og gekk aftur í raðir Manchester United í júlí 2021. Síðan hefur hann spilað 202 mínútur.

„Ég er enn að berjast um að spila, sú tilfinning hverfur ekkert. Þegar ég kom hingað 35 ára vissi ég hvaða hlutverk mér væri ætlað. En ég sé ekki eftir neinu, ég hef elskað það að vera hérna," segir Heaton.

„Vissulega er það stundum erfitt að taka þátt í upphitun á leikdegi, klæða sig svo aftur og fara upp í stúku. Ég er í ákveðnu stuðningshlutverki."

Heaton kom upp úr unglingastarfi Manchester United á sínum tíma og fór víða á lán áður en hann yfirgaf félagið 2010 og gekk í raðir Cardiff. Hann var markvörður Burnley 2013-2019 og lék þá 188 leiki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner