Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mið 26. nóvember 2025 22:04
Kári Snorrason
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Logi þjálfaði síðast árið 2021 og var þá með FH.
Logi þjálfaði síðast árið 2021 og var þá með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var stutt í gamanið hjá FH-ingum fyrr í kvöld er þeir tilkynntu ráðninguna á Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem nýjum þjálfara liðsins.

Ráðningin hafði verið eitt verst geymda leyndarmál íslensks fótbolta en vegna mála Jóa Kalla út í Danmörku þurfti félagið að bíða með tilkynninguna í tæpa tvo mánuði. Eftirvæntingin var því mikil þegar loks átti að tilkynna ráðninguna.


Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, kynnti inn nýjan þjálfara sem gekk inn í salinn hulinn frá toppi til táar. Þegar þjálfarinn steig á svið og svipti lakinu af sér blasti þó ekki Jóhannes Karl við gestum heldur Logi Ólafsson sjálfur.

Logi var að vana léttur þegar hann tók til máls og sagði að hann sæi vonbrigðarsvip á gestum. Hann sagði jafnframt að á löngum ferli sínum hafi hann aldrei verið jafn stutt í starfi, þar sem hann sagði upp störfum. Logi tilkynnti þá um leið Jóhannes Karl Guðjónsson sem nýjan þjálfara liðsins sem gekk inn við mikið lófatak.

Myndband af innkomu Loga má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir