Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mið 26. nóvember 2025 22:04
Kári Snorrason
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Logi þjálfaði síðast árið 2021 og var þá með FH.
Logi þjálfaði síðast árið 2021 og var þá með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var stutt í gamanið hjá FH-ingum fyrr í kvöld er þeir tilkynntu ráðninguna á Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem nýjum þjálfara liðsins.

Ráðningin hafði verið eitt verst geymda leyndarmál íslensks fótbolta en vegna mála Jóa Kalla út í Danmörku þurfti félagið að bíða með tilkynninguna í tæpa tvo mánuði. Eftirvæntingin var því mikil þegar loks átti að tilkynna ráðninguna.


Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, kynnti inn nýjan þjálfara sem gekk inn í salinn hulinn frá toppi til táar. Þegar þjálfarinn steig á svið og svipti lakinu af sér blasti þó ekki Jóhannes Karl við gestum heldur Logi Ólafsson sjálfur.

Logi var að vana léttur þegar hann tók til máls og sagði að hann sæi vonbrigðarsvip á gestum. Hann sagði jafnframt að á löngum ferli sínum hafi hann aldrei verið jafn stutt í starfi, þar sem hann sagði upp störfum. Logi tilkynnti þá um leið Jóhannes Karl Guðjónsson sem nýjan þjálfara liðsins sem gekk inn við mikið lófatak.

Myndband af innkomu Loga má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner