Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Amorim segir Mainoo vera framtíð Man Utd - „Erfitt að leyfa þeim að fara“
Kobbie Mainoo vill komast burt frá Man Utd
Kobbie Mainoo vill komast burt frá Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo og Joshua Zirkzee gætu þurft að klára tímabilið með Manchester United en Ruben Amorim, stjóri félagsins, tjáði sig um málefnið á blaðamannafundi á dögunum.

Mainoo og Zirkzee eru báðir orðaðir frá félaginu en þeir vilja fá reglulegan spiltíma til þess að eiga betri möguleika á að komast á HM með Englandi og Hollandi.

Zirkzee hefur verið að fá fleiri mínútur í United-treyjunni en það er aðeins út af því að Bryan Mbeumo og Amad Diallo eru í Afríkukeppninni og þá hefur Benjamin Sesko verið að glíma við meiðsli.

Útlit er fyrir að þeir muni báðir klára tímabilið hjá United, en Amorim mun ekki bara kaupa leikmenn til þess að kaupa þá. Hann þarf réttu týpurnar og það gæti reynst erfitt að finna þær í janúarglugganum.

„Það verður erfitt fyrir einhvern að yfirgefa félagið ef við fáum ekki leikmenn inn í staðinn. Við erum þunnskipaðir og þó við séum með allan hópinn þá erum við samt áfram þunnskipaðir. Við erum félag með mikla ábyrgð og erum að glíma við þessi vandamál. Við þurfum að vinna alla leiki, það er mér, fjölmiðlum og öllum hugfast. Þetta skiptir samt ekki máli og það eru engar afsakanir fyrir öðru.“

Mainoo er framtíðin

Mikið hefur verið rætt og ritað um Mainoo sem hefur reynt að komast frá félaginu síðustu mánuði.

Hann hefur lítið fengið að spila og vill helst af öllu komast á lán í janúar. Bróðir hans kom síðan með uppátæki sem féll ekki í kramið hjá Amorim, en hann mætti á leik með United í bol sem stóð á: „Free Kobbie Mainoo“ eða „Frelsið Kobbie Mainoo“.

Mainoo var ekki með gegn Aston Villa í síðasta leik vegna smávægilegra meiðsla og er ekki með gegn Newcastle í kvöld, en Amorim segir hann þó eiga stóra framtíð hjá félaginu.

„Kobbie Mainoo hefur spilað mismunandi stöður. Hann getur spilað í stöðunni hans Casemiro og getur spilað ef við spilum með þrjá miðjumenn eða eins og við spiluðum í síðasta leik gegn Aston Villa. Hann getur líka spilað í stöðunni sem Mason Mount spilaði í leiknum.“

„Hann er framtíð Manchester United. Það er mín tilfinning en hann þarf bara að bíða eftir tækifærinu. Í fótbolta getur allt breyst á tveimur dögum,“
sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner