Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fös 26. desember 2025 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man Utd og Newcastle: Martínez fyrirliði - Synir Fletcher á bekknum
Lisandro Martínez er með bandið gegn Newcastle
Lisandro Martínez er með bandið gegn Newcastle
Mynd: EPA
Manchester United tekur á móti Newcastle United í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 20:00 á Old Trafford í kvöld.

Lisandro Martínez er fyrirliði Man Utd í fjarveru Bruno Fernandes sem er frá vegna meiðsla.

Manuel Ugarte er einnig í byrjunarliði United og þá eru þeir Jack og Tyler Fletcher á bekknum. Þeir eru tvíburasynir Darren Fletcher sem vann fjölda titla með félaginu frá 2002 til 2015.

Newcastle stillir upp gríðarlega sterku liði. Nick Woltemade er fremstur og þá eru þeir Anthony Gordon, Sandro Tonali og Bruno Guimaraes allir í liðinu.

Nick Pope hefur jafnað sig af meiðslum en hann sætir sig við bekkjarsetu í dag og er Aaron Ramsdale því áfram í markinu.

Newcastle á möguleika á því að vinna annan útileikinn í röð gegn Man Utd í fyrsta sinn síðan 1935.

Man Utd: Lammens; Shaw, Heaven, Ugarte; Dalot, Casemiro, Lisandro Martinez, Dorgu; Mount, Cunha, Sesko

Newcastle: Ramsdale; Miley, Thiaw, Schär, Hall; Bruno Guimaraes, Tonali, Ramsey; Murphy, Woltemade, Gordon
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner