Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   fös 26. desember 2025 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Magnaður endurkomusigur Wrexham í átta marka leik
Wrexham kom til baka og vann frábæran sigur á Sheffield United
Wrexham kom til baka og vann frábæran sigur á Sheffield United
Mynd: EPA
Wrexham 5 - 3 Sheffield Utd
0-1 Patrick Bamford ('7 )
1-1 Tyler Bindon ('9, sjálfsmark )
1-2 Patrick Bamford ('15 )
1-3 Callum O'Hare ('24 )
2-3 Kieffer Moore ('28 )
3-3 Ryan Longman ('52 )
4-3 Kieffer Moore ('76 )
5-3 Josh Windass ('81, víti)

Hollywood-lið Wrexham vann sannkallaðan Hollywood sigur á Sheffield United í ensku B-deildinni í dag.

Velska félagið er í eigu Hollywood leikarana Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem hafa náð að gera ótrúlega hluti með félagið á stuttum tíma.

Þeir voru að mæta Sheffield United, sem komst alla leið í úrslit umspilsins á síðasta ári, sem hafði verið að spila undir getu í byrjun tímabils áður en Chris Wilder tók aftur við keflinu.

Patrick Bamford kom United yfir snemma leiks en Wrexham jafnaði tveimur mínútum síðar eftir sjálfsmark Tyler Bindon. Bamford var þó ekki lengi að koma United aftur yfir áður en Callum O'Hare tvöfaldaði forystuna á 24. mínútu.

Wrexham kom til baka eins og í alvöru Hollywood-mynd. Kieffer Moore minnkaði muninn á 28. mínútu og jafnaði þá Ryan Longman metin snemma í síðari hálfleiknum.

Stundarfjórðungi fyrir leikslok skoraði Moore annað mark sitt og fjórða mark Wrexham áður en Josh Windass gulltryggði endurkomusigurinn með marki úr vítaspyrnu undir lok leiks eftir að George Thomason féll í teignum.

Stórglæsilegur sigur hjá Wrexham sem er nýliði í deildinni en liðið er í 13. sæti með 31 stig á meðan Sheffield United er í 19. sæti með 26 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 23 15 6 2 54 23 +31 51
2 Middlesbrough 23 12 7 4 33 24 +9 43
3 Ipswich Town 23 10 8 5 38 23 +15 38
4 Hull City 23 11 5 7 39 37 +2 38
5 Preston NE 23 9 10 4 30 23 +7 37
6 Bristol City 23 10 6 7 32 25 +7 36
7 Millwall 23 10 6 7 25 31 -6 36
8 Watford 23 9 8 6 33 29 +4 35
9 QPR 23 10 5 8 33 35 -2 35
10 Stoke City 23 10 4 9 28 21 +7 34
11 Derby County 23 8 8 7 32 31 +1 32
12 Southampton 23 8 7 8 37 33 +4 31
13 Wrexham 23 7 10 6 32 30 +2 31
14 Leicester 23 8 7 8 32 33 -1 31
15 Birmingham 23 8 6 9 31 30 +1 30
16 West Brom 23 8 4 11 26 31 -5 28
17 Charlton Athletic 22 7 6 9 21 27 -6 27
18 Blackburn 22 7 5 10 22 26 -4 26
19 Sheffield Utd 23 8 2 13 31 36 -5 26
20 Swansea 23 7 5 11 24 31 -7 26
21 Oxford United 23 5 7 11 24 32 -8 22
22 Portsmouth 22 5 7 10 19 29 -10 22
23 Norwich 23 5 6 12 26 35 -9 21
24 Sheff Wed 22 1 7 14 18 45 -27 -8
Athugasemdir
banner