Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 21:00
Brynjar Ingi Erluson
„Það getur allt gerst í glugganum“
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur ýjað að því að það verði nóg að gera hjá félaginu í janúarglugganum.

Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, er sagður á leið til Man City á næstu dögum og þá eru nokkrir leikmenn sem gætu horfið á braut.

Oscar Bobb er orðaður við Crystal Palace og Fulham, og þá gætu leikmenn á borð við Savinho, Omar Marmoush og fleiri farið annað í leit að meiri spiltíma.

Guardiola útilokar ekki neitt fyrir janúargluggann.

„Þegar við byrjuðum síðasta tímabil þá var ég aldrei að búast við því að fara inn í gluggann með fjóra eða fimm nýja leikmenn því við vorum með 25 leikmenn og það voru svo margir meiddir.“

„Núna er allt opið og allt getur gerst,“
sagði Guardiola um markaðinn.
Athugasemdir
banner
banner