Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. janúar 2021 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa skaut á leikstíl Burnley - Eyddu því síðan
Tarkowski fékk gula spjaldið.
Tarkowski fékk gula spjaldið.
Mynd: Getty Images
Íslendingalið Burnley vann frábæran útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aston Villa var sterkari aðilinn í leiknum og komst tvisvar yfir; í 1-0 og 2-1. Jack Grealish kom Villa í 2-1 á 68. mínútu en svo umturnaðist á leikurinn á skömmum tíma.

Dwight McNeil jafnaði metin á 76. mínútu og Chris Wood skoraði síðan sigurmarkið á 79. mínútu.

Það vakti athygli á meðan leiknum stóð að Twitter-reikningur Aston Villa skaut á leikstíl Burnley, sem eru þekktir fyrir að vera skipulagðir og harðir í horn að taka.

„Við erum á Turf Moor (heimavelli Burnley), þannig að augljóslega lenti sóknarmaður okkar í hræðilegri tæklingu. Tarkowski fer í svörtu bókina," var skrifað á Twitter-reikning Burnley.

Villa hefur núna eytt tístinu en skjáskot má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner