Englandsmeistarar Manchester City eru búnir að senda táninginn Juma Bah til franska félagsins RC Lens á lánssamningi sem gildir út tímabilið.
Bah er 18 ára gamall og gerði frábæra hluti á láni hjá Real Valladolid í fyrra, sem varð til þess að spænska félagið ákvað að festa kaup á honum núna í janúar.
Eftir það hefur Man City tekist að sannfæra leikmanninn um að rifta samningi sínum við Valladolid til að skipta um félag. Táningurinn borgaði sjálfur upp riftunarákvæðið sitt og mætti ekki á æfingu daginn eftir.
Stjórnendur Valladolid eru ósáttir með þetta og hafa sent formlega kvörtun til UEFA. Þeir telja ólöglegt að aðilar frá Man City hafi sannfært leikmanninn um að fara þessa leið.
22.01.2025 16:23
Saka Man City um að hvetja leikmann til að rifta samningi
Athugasemdir