Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 27. febrúar 2021 21:39
Aksentije Milisic
Ítalía: Mark Ronaldo dugði ekki - Sjöunda jafnteflið
Verona 1 - 1 Juventus
0-1 Cristiano Ronaldo ('49 )
1-1 Antonin Barak ('77 )

Juventus heimsótti Hellas Verona í kvöldleiknum í Serie A deildinni á Ítalíu.

Juventus þurfti nauðsynlega á sigrinum að halda til að setja pressu á Inter og AC Milan. Hellas er um miðja deild í fínum málum.

Það var ekkert skorað í fyrri hálfleiknum en þrátt fyrir það var hann ágætlega fjörugur. Aron Ramsey og Federico Chiesa komust næst því að skora fyrir gestina. Þá átti Hellas Verona tilraun sem fór í slánna.

Mörkin komu hins vegar í síðari hálfleiknum. Markamaskínan Cristiano Ronaldo kom gestunum í forystu eftir flottan undirbúning frá Chiesa. Þetta var nítjánda mark Ronaldo í deildinni í vetur og er hann markahæstur sem stendur.

Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp og sóttu mikið. Það var á 77. mínútu sem Antonin Barak jafnaði metin með hörku skalla. Hann fékk fyrirgjöf frá Darko Lazovic sem hann stangaði í netið af krafti.

Eftir þetta var Hellas líklegra liðið með Barak fremstan í flokki. Hann komst nálægt því í tvígang að skora sitt annað mark en Wojciech Szczesny stóð vaktina vel í marki Juventus.

Þetta jafntefli þýðir að Juventus er nú sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan. Jafnteflið í kvöld var það sjöunda í vetur hjá Andrea Pirlo og lærisveinum hans.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir