Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. febrúar 2021 14:54
Victor Pálsson
Spánn: Jafnt í fallbaráttuslag
Sandro komst á blað.
Sandro komst á blað.
Mynd: Getty Images
Eibar 1 - 1 Huesca
0-1 Sandro Ramirez('81)
1-1 Pape Diop('83)

Botnliði Huesca mistókst að komast úr fallsæti á Spáni í dag er liðið mætti Eibar í sex stiga leik í hádeginu.

Huesca var fyrir leikinn á botninum með 21 stig en Eibar með stigi meira og í öruggu sæti eða í því 17. Pakkinn þar í kring er afar þéttur og ljóst að baráttan um að halda sér uppi verður hörð.

Sandro Ramirez, fyrrum framherji Everton, skoraði fyrsta mark leiksins en hann kom Huesca yfir þegar níu mínútur voru eftir.

Það mark reyndist þó ekki nóg en tveimur mínútum seinna tryggði Pape Diop liði Eibar mikilvægt stig og lokastaðan, 1-1.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner