Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. apríl 2021 14:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Birkir Heimis: Auðvitað vill maður alltaf spila allar mínútur
Ég reyndi bara að gera allt fyrir liðið
Ég reyndi bara að gera allt fyrir liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir sem hafa komið inn eru topp gæjar
Allir sem hafa komið inn eru topp gæjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir hafa hjálpað mér mikið
Þeir hafa hjálpað mér mikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var gaman að æfa tvisvar á dag í vetur og vera með liðinu allan daginn
Það var gaman að æfa tvisvar á dag í vetur og vera með liðinu allan daginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fóturinn er góður og ég er kominn á fullt aftur, auðvitað var þetta engin draumastaða að meiðast í lok febrúar þar sem ég var búinn að spila vel fyrir þann tíma."

„Hinsvegar var staðið mjög vel að þessu hjá Val varðandi meiðslin og þeir komu mér í aðgerð tveimur dögum eftir meiðslin,"
sagði Birkir Heimisson, leikmaður Vals. Hann ristarbrotnaði í vetur en er kominn á ról aftur. Hann kom við sögu í síðasta æfingaleik fyrir mót.

Birkir er 21 árs gamall miðjumaður sem gekk í raðir Vals fyrir síðasta tímabil.

Gekk upp á Hlíðarfjall daginn sem hann losnaði
Birkir fékk Covid fyrir tímabilið í fyrra en var fljótur að jafna sig. Urðu engin eftirköst?

„Ég var í þrjár vikur í einangrun þar sem ég fékk ekki sýnatöku fyrr en eftir fyrstu vikuna. Ég var rúmliggjandi fyrstu fimm dagana. En eftir það var ég mjög góður og labbaði upp á Hlíðarfjall daginn sem ég losnaði úr einangrun þannig þetta fór ekkert illa í mig."

Reyndi að gera allt fyrir liðið
Að síðasta tímabili í heild sinni. Þú varst að koma inn á undir lok leikja. Varstu sáttur með þær mínútur sem þú fékkst?

„Síðasta tímabil var mjög gott hjá liðinu í heild. Auðvitað vill maður alltaf spila allar mínútur en ég reyndi bara að gera allt fyrir liðið hvort sem það var að koma inn á og loka leikjum eða reyna ná inn marki eins og á móti Blikum."

Mjög mikilvægt mark
Komum að einmitt markinu gegn Breiðabliki. Þú lagðir upp mark fyrir nafna þinn en Blikar voru ósáttir við það mark. Hver var þín upplifun?

„Það var lítið eftir af leiknum og ég fæ hann til baka frá Kaj og ég vissi alltaf að Birkir myndi taka hlaupið sitt upp vænginn. Þannig ég setti bara boltann í svæðið, Birkir kom og nelgdi honum inn. Þetta var mjög mikilvægt mark á þessum tímapunkti."

Styrkir bara hópinn
Hvernig líst þér á tímabilið? Gaman að hafa geta æft nokkra daga sem atvinnumaður í vetur?

„Veturinn er búinn að vera góður hjá okkur, búnir að æfa vel og góð stemning í liðinu. Það var gaman að æfa tvisvar á dag í vetur og vera með liðinu allan daginn."

„Það styrkir bara hópinn og auðvitað auðveldara fyrir nýju leikmennina að koma sér inn í hópinn þegar við eyðum meiri tíma saman. Allir sem hafa komið inn eru topp gæjar sem koma með gæði inni hópinn."


Hefur verið mjög lærdómsríkt
Hvernig hefur verið að vinna með Heimi og Tufa?

„Það hefur verið mjög lærdómsríkt. Báðir góðir þjálfarar sem leggja metnað í þetta og vilja ná árangri. Þeir hafa hjálpað mér mikið og mér finnst ég hafa tekið miklum framförum þennan tíma sem ég hef verið í Val."

30 þúsund manna smábær sem hentaði vel
Ein bónus að lokum sem tengist viðtalinu við þig í fyrra. Þú ert stuðningsmaður Liverpool og þér bauðst að fara þangað á reynslu áður en þú ákvaðst að semja hjá Heerenveen.

Var eitthvað að gerast á sama tíma og þér bauðst að fara til Liverpool?

„Þetta var á þeim tíma sem ég var að koma inn í meistaraflokkinn hjá Þór. Það voru einhver lið sem vildu fá mig á reynslu þá en ég hafði lítinn áhuga á að fara í einhver stórlið. Ég fékk á sínum tíma tilboð frá Celtic og Heerenveen í sömu vikunni."

„Ég sagði strax við pabba að ég ætlaði að velja Heerenveen að því að þá mátti fjölskyldan flytja með mér til Hollands. Svo er Heerenveen 30 þúsund manna smábær sem hentaði mér mjög vel,"
sagði Birkir að lokum.

Valur mætir ÍA í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner