Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 27. apríl 2021 22:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rodgers hefur ekki áhuga á að taka við Tottenham
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er einn þeirra sem hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham eftir að Jose Mourinho var látinn fara á dögunum.

Rodgers segist þó ekki hafa áhuga á starfinu og segist hafa allt til alls hjá Leicester.

Leicester er á leið í úrsltitaleik gegn Chelsea í enska bikarnum í næsta mánuði og er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar skammt er eftir af leiktíðinni. Flest bendir til þess að liðið leiki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Það er ólíklegra að Tottenham verði þar, liðið þyrfti helst að vinna restina af leikjunum í deildinni til að ná 4. sætinu.

„Einbeiting mín er einungis hér hjá Leicester. Tottenham er stórt félag og eitt af stærstu félögum landsins. Ég er með heimsklassa æfingaaðstöðu hér og verkefni í gangi sem snýst að því að þróa hópinn. Við eigum enn helling eftir að afreka hér."

„Ég næ vel til leikmanna og stjórnarinnar og við erum með plön um að komast lengra,"
sagði Rodgers.

Rætt var um Tottenham í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í dag. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Sjá einnig:
Hver tekur við Tottenham í sumar?
Enski boltinn - Martraðarsumar framundan
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner