Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 27. apríl 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
UEFA rannsakar Zlatan og aðild hans að sænsku veðmálafyrirtæki
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, rannsakar nú sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic og aðild hans að sænska veðmálafyrirtækinu BetHard en hann gæti átt yfir höfði sér bann vegna brots á reglum sambandsins.

UEFA hóf rannsókn á málinu í gær en það er aðeins vika síðan Zlatan skrifaði undir eins árs framlengingu við Milan.

Þessi 39 ára framherji hefur gert 15 mörk í 17 deildarleikjum með ítalska félaginu en framtíð hans gæti þó verið í hættu.

Sænska blaðið Aftonbladet greindi frá því í byrjun apríl að Unknown AB, hlutafélag í eigu Zlatans, ætti hlut í sænska veðmálafyrirtækinu BetHard.

Zlatan hefur verið að auglýsa veðmálasíðuna á samfélagsmiðlum en hann gæti þó hafa brotið reglur UEFA. Samkvæmt reglugerð UEFA þá mega leikmenn ekki eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá veðmálafyrirtækjum.

Niðurstaðan gæti verið slæm fyrir Zlatan en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára bann ef hann er sekur um að hafa brotið þessa reglu.
Athugasemdir
banner
banner
banner