Elías Ingi Árnason mun dæma leik KR og ÍA í Bestu deildinni í kvöld en þetta verður í fyrsta sinn sem hann dæmir hjá ÍA síðan í umtöluðum leik liðsins gegn Víkingi í lok móts í fyrra.
Í þeim leik skoraði ÍA í uppbótartíma í stöðunni 3-3. Elías Ingi dómari dæmdi markið ranglega af, strax á eftir fór Víkingur í sókn og skoraði sigurmarkið.
Skagamenn urðu bálreiðir en úrslitin gerðu út um Evrópuvonir þeirra og mikill hiti var við búningsklefana eftir leik. Sparkað var í hurð dómaraklefans og Elías fékk kaldar kveðjur frá Akranesi.
Hann tjáði sig um atburðarásina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í desember. Elías sagði þar frá því að Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hefði haft samband við sig nokkrum vikum eftir leikinn og þeir átt gott spjall.
Jón Þór lék síðan með Elíasi í skemmtilegri auglýsingu fyrir mótið þar sem þeir lentu saman í þrúgandi og vandræðalegri lyftuferð.
Í þeim leik skoraði ÍA í uppbótartíma í stöðunni 3-3. Elías Ingi dómari dæmdi markið ranglega af, strax á eftir fór Víkingur í sókn og skoraði sigurmarkið.
Skagamenn urðu bálreiðir en úrslitin gerðu út um Evrópuvonir þeirra og mikill hiti var við búningsklefana eftir leik. Sparkað var í hurð dómaraklefans og Elías fékk kaldar kveðjur frá Akranesi.
Hann tjáði sig um atburðarásina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í desember. Elías sagði þar frá því að Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hefði haft samband við sig nokkrum vikum eftir leikinn og þeir átt gott spjall.
Jón Þór lék síðan með Elíasi í skemmtilegri auglýsingu fyrir mótið þar sem þeir lentu saman í þrúgandi og vandræðalegri lyftuferð.
Þessir dæma í 4. umferð Bestu deildarinnar:
sunnudagur 27. apríl
14:00 Vestri-Breiðablik (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
16:15 KA-FH (Arnar Þór Stefánsson)
19:15 KR-ÍA (Elías Ingi Árnason)
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Gunnar Freyr Róbertsson)
19:15 Valur-Víkingur R. (Sigurður Hjörtur Þrastarson)
19:15 Fram-Afturelding (Helgi Mikael Jónasson)
Athugasemdir