Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 12:44
Elvar Geir Magnússon
Lenti í þrúgandi og vandræðalegri lyftuferð með Skagamönnum
Elías Ingi vinnur leiksigur í myndbandinu.
Elías Ingi vinnur leiksigur í myndbandinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin fer af stað á laugardag og að undanförnu hefur verið hitað upp fyrir tímabilið með skemmtilegum myndböndum. Í nýjasta myndbandinu fer Elías Ingi Árnason dómari á kostum ásamt Skagamönnum.

Eitt umtalaðasta atvikið í fyrra var þegar ÍA skoraði gegn Víkingi í uppbótartíma í stöðunni 3-3. Elías Ingi dómari dæmdi markið ranglega af, strax á eftir fór Víkingur í sókn og skoraði sigurmarkið.

Skagamenn urðu bálreiðir en úrslitin gerðu út um Evrópuvonir þeirra. Elías fékk kaldar kveðjur frá Akranesi og tjáði sig um atburðarásina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í desember.

Elías sagði þar frá því að Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hafi haft samband við sig nokkrum vikum eftir atvikið og þeir átt gott spjall. Jón Þór og Viktor Jónsson leika einmitt í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.


Athugasemdir