Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 20. október 2024 22:33
Elvar Geir Magnússon
Sparkað í hurð dómaraklefans og Jón Þór fékk rautt eftir leik
Jón Þór fór ekki leynt með skoðun sína á dómgæslunni í gær.
Jón Þór fór ekki leynt með skoðun sína á dómgæslunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kemur í skýrslu dómarans eftir umtalaðan leik ÍA og Víkings í gær að Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA fékk rautt spjald eftir leik. Hann verður því í leikbanni í lokaumferðinni.

Mikið hefur verið fjallað um markið sem dæmt var af ÍA og hefði líklega reynst sigurmarkið og tryggt liðinu möguleika á Evrópusæti. Víkingur fór hinsvegar í sókn hinumegin og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins.

„Þetta er bara hlægilegt, ömurleg dómgæsla. Þessu var bara stolið af okkur í dag. Það er ekki hægt að segja neitt annað um það," sagði Jón Þór í viðtali eftir leik.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun Fótbolta.net var mikill æsingur fyrir utan dómaraklefann þar sem menn vildu fá útskýringar. Leikmenn ÍA spörkuðu meðal annars í hurð klefans og Elías Ingi Árnason dómari fékk fylgd út úr húsinu.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner