PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
   þri 27. maí 2014 22:18
Daníel Geir Moritz
Sveinn Elías: Ég braut einu sinni en Doddi fékk að fljóta allan leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sveinn Elías var léttur í bragði eftir leikinn gegn í sem Þór sigraði 1-5. Hann sagðist ekki muna eftir því hvenær hann skoraði síðast tvö skallamörk í leik. Sveini fannst ÍH flottir í leiknum en þrjú marka Þórsara komu á síðasta korterinu.
„Við vorum eiginlega bara að ströggla. Það er hættulegt þegar þetta er bara eitt mark og við vorum aftur farnir að gefa þeim föst leikatriði og dómaranum fannst ekki leiðinlegt að flauta í dag þannig að það var svolítið mikið um aukaspyrnur. Það voru hlutir sem við ætluðum að kötta út.“

Sveinn Elías fékk heldur klaufalegt spjald á sig undir lok leiks. „Ég held að ég hafi brotið einu sinni af mér í leiknum og það var gult spjald en hann leyfði Dodda að fljóta allan leikinn þó að hann hafi brotið svolítið oft.“

Sóknarleikur Þórs fór nær upp hægra megin þar sem Sveinn lék á alls oddi en margir höfðu gagnrýnt það að hann hafi spilað bakvörð í upphafi móts. „Ég átti góða leiki í bakverðinum í vetur og áttum við pínu svona sóknar-option með mig þar. Mér fannst það svona pínu skemmtilegt tvist líka en vissulega er svolítið skemmtilegra að koma framar og fara að skora mörk.“
Athugasemdir
banner