Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - Sex Pepsi Max lið í eldlínunni
KR og Stjarnan eigast við.
KR og Stjarnan eigast við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða virkilega áhugaverðir æfingaleikir þennan miðvikudaginn en alls sex lið í Pepsi Max-deild karla verða í eldlínunni.

ÍA tekur á móti ÍBV á Akranesi klukkan 17 en Eyjamönnum er spáð góðu gengi í 1. deildinni í sumar. Valur mætir Keflavík klukkan 19, liði sem einnig gæti gert góða hluti í 1. deildinni.

Bikarmeistarar Víkings fá nýliða Gróttu í heimsókn en stærsti leikur kvöldsins er leikur KR og Stjörnunnar. Íslandsmeistararnir leika á heimavelli en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Miðvikudagur 27. maí
17:00 ÍA - ÍBV (Norðurálsvöllurinn)
19:00 Valur - Keflavík (Origo-völlurinn)
19:00 KR - Stjarnan (Meistaravellir) - Stöð 2 Sport
19:00 Víkingur R. - Grótta (Víkingsvöllur)
19:00 Ægir - Selfoss (Þorlákshafnarvöllur)
20:00 Elliði - KB (Fylkisvöllur)
20:45 KÁ - Mídas (Ásvellir)

Veistu um æfingaleiki framundan?
Auk ofangreindra leikja gæti verið um einhverja æfingaleiki að ræða sem við vitum ekki um. Við hvetjum fólk til að senda okkur ábendingar um æfingaleiki sem framundan eru og við munum koma þeim á framfæri morgun þess dags sem leikurinn fer fram. Sendið slíkar ábendingar á [email protected].
Athugasemdir
banner
banner