Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 27. maí 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola sagður ætla að hætta næsta sumar
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola er sagður ætla að hætta sem stjóri Manchester City næsta sumar en þetta kemur fram á Daily Mail.


Guardiola á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hann mun því ekki framlengja hann frekar.

Hann gerðist stjóri liðsins fyrir átta árum en félagið mun gefa honum pláss og tíma til að taka ákvörðun um framtíð sína. Félagið vill að hann framlengi samning sinn enda er hann sigursælasti stjóri félagsins.

Undir hans stjórn hefur liðið unnið 15 titla, þ.á.m fyrsta Meistaradeildartitil í sögu félagsins.

Félagið hefur hafið leit að eftirmanni hans en Michel, stjóri Girona hefur verið nefndur til sögunnar eftir að hafa náð frábærum árangri með liðinu í spænsku deildinni.

Julian Nagelsmann og Xabi Alonso einnig og þá hefur Guardiola sjálfur mikið álit á Roberto de Zerbi.


Athugasemdir
banner
banner