Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 27. júlí 2022 13:29
Elvar Geir Magnússon
Stigasöfnun ÍBV rúmlega þrefalt meiri með ráðgjafann Heimi á bekknum
Heimir Hallgrímsson, ráðgjafi ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, ráðgjafi ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun í Bestu deildinni en liðið hefur unnið tvo leiki í röð og lyft sér upp úr fallsæti.

Eyjamenn voru aðeins með 3 stig eftir 8 umferðir en þá bættist Heimir Hallgrímsson við í þjálfarateymi félagsins sem ráðgjafi þjálfarans Hermanns Hreiðarssonar.

Í sex leikjum með Heimi á bekknum hefur ÍBV krækt í átta stig eða 1,3 stig að meðaltali í leik samanborið við 0,4 áður en Heimir kom inn í liðsstjórnina.

Heimi þarf ekki að kynna fyrir fótboltaáhugafólki en þessi mikli Eyjamaður er ástsælasti þjálfari landsins eftir árangur hans með íslenska landsliðið.

„Hann er með sín endalausu ráð og veit ýmislegt. Hann hefur spilað leikinn og svo þjálfað í mörg ár á topp leveli. Það vita það allir að hann er með endalausan brunn af fótboltafjöri," sagði Hermann í júní um komu Heimis inn í teymið.

Heimir hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann hætti hjá Al Arabi í Katar. Í viðtali í júní sagði hann að það hafi alltaf verið í forgangi hjá sér að taka að sér starf erlendis og það sé enn stefnan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner