Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. júlí 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var hugmynd að fá Bjössa með til Vals en ekkert varð úr því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson er teymi sem hefur starfað mikið saman undanfarin ár. Fyrst unnu þeir saman hjá Hauku, svo hjá Val og nú í vetur og fyrri hluta tímabilsins unnu þeir saman hjá FH.

Þeir voru látnir fara sem þjálfarar FH eftir erfiða byrjun á tímabilinu en fyrir rúmri viku síðan var Óli ráðinn þjálfari Vals út þetta tímabil.

Fótbolti.net ræddi við Óla eftir leik Vals gegn KR á mánudag og spurði hvort rætt hefði verið um að Bjössi fylgdi honum með til Vals.

„Á tímabili var það hugmynd (að hann kæmi líka). Hann kemur ekki með mér núna," sagði Óli.

Þegar þeir voru þjálfarar Vals á árunum 2015-2019 (Óli aðalþjálfari og Bjössi aðstoðar) varð Valur tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari.

Hjá Val er Óli með þá Harald Árna Hróðmarsson, Helga Sigurðsson og Kjartan Sturluson sér til aðstoðar.
Óli Jó: Ekki ákveðinn í að koma til Vals en endaði þar
Athugasemdir
banner
banner
banner