Valur festi í kvöld kaup á Herði Inga Gunnarssyni, sem hefur verið á láni hjá félaginu frá FH. Bjarni Guðjón Brynjólfsson var á láni hjá FH frá Val fyrri hluta tímabilsins, en hefur nú skipt alfarið yfir í Fimleikafélagið.
Félögin gerðu samkomulag í byrjun tímabils að Hörður Ingi, sem spilar sem bakvörður, færi á láni í Val á meðan Bjarni Guðjón færi í FH á láni.
Valsmenn hafa verið gríðarlega ánægðir með Hörð og vildu því gera skiptin varanleg. Hann hefur undanfarið leyst af í hægri bakverði í fjarveru Birkis Más Sævarssonar og staðið sig vel.
Alls hefur hann spilað 10 leiki í deild- og bikar með Val og þrjá Evrópuleiki.
Bjarni Guðjón, sem kom til Vals frá Þór á síðasta ári, fór til FH á láni og þó hann hafi ekki spilað eins mikið og vonast var eftir þá hefur hann gert vel í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í.
Hann hjálpaði FH að leggja HK að velli á dögunum en meiddist á æfingu og missti af síðasta leik. Alls hefur hann spilað fjóra leiki og gert eitt mark.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, talaði við Fótbolta.net um leikmennina tvo og gaf það sterklega í skyn að það væri góður möguleiki á að skiptast alfarið á leikmönnum og hefur það nú verið staðfest.
Hörður Ingi skrifaði undir þriggja ára samning við Val en lengd samningsins hjá Bjarna kemur ekki fram í færslu FH-inga.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í FH varanlega!????????
— FHingar (@fhingar) July 27, 2024
Á sama tíma gerir Hörður Ingi Gunnarsson vistaskipti í Val. Við þökkum Hödda kærlega fyrir allt ???? pic.twitter.com/y0aexovI8N
Athugasemdir