Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   þri 27. ágúst 2019 09:32
Magnús Már Einarsson
Sjáðu atvikið umtalaða á Hlíðarenda
Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði markið.
Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mikið hefur verið rætt um atvik sem átti sér stað í 2-2 jafntefli Vals og Stjörnunnar í gær. Helgi Mikael Jónasson dæmdi mark af Stjörnunni þegar Garðbæingar voru 2-1 yfir á 74. mínútu leiksins.

Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði markið af stuttu færi eftir að Guðmundur Steinn Hafsteinsson skallaði að marki eftir hornspyrnu.

Fyrst dæmdi Helgi mark eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara. Rétt áður en Stjarnan var að fara að hefja leik á miðju dæmdi Helgi hins vegar markið af.

Svo virðist vera sem misskilningur hafi verið fyrst á milli Helga og Bryngeirs um það hvort Þorsteinn hefði komið við boltann eða ekki. Þrátt fyrir að langan tíma hafi tekið að dæma rangstöðu var líklega um hárréttan dóm að ræða.

Vísir hefur nú birt syrpu úr Pepsi Max-mörkunum þar sem atvikið er skoðað.

Einnig var farið ítarlega yfir atburðarásina í Innkastinu í gær.


Innkastið - Lögreglumál, sirkusdómgæsla og flöskukast
Athugasemdir
banner
banner
banner