Björn Daníel Sverrisson (FH)
„Þvílíkur leikmaður. Það er enginn annar í þessari deild sem getur gert þá hluti sem hann getur gert inni á fótboltavellinum," segir Haraldur Örn Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net í Innkastinu þegar talað er um Björn Daníel Sverrisson.
„Ég er sammála því. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með Birni Daníel í sumar. Hann er að draga þetta áfram hjá FH ásamt Kjartani Kára sem hefur verið þvílíkt öflugur í þessum föstu leikatriðum."
Þessi 34 ára miðjumaður FH er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í Bestu deildinni eftir frábæra frammistöðu hans í 3-2 útisigri gegn Fylki. Hann skoraði tvö mörk og átti auk þess stoðsendingu.
„Ég er sammála því. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með Birni Daníel í sumar. Hann er að draga þetta áfram hjá FH ásamt Kjartani Kára sem hefur verið þvílíkt öflugur í þessum föstu leikatriðum."
Þessi 34 ára miðjumaður FH er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í Bestu deildinni eftir frábæra frammistöðu hans í 3-2 útisigri gegn Fylki. Hann skoraði tvö mörk og átti auk þess stoðsendingu.
Aðspurður út í það í viðtali við Stöð 2 Sport hvort þetta væri hans besta tímabil frá því hann kom heim úr atvinnumennskunni tók hann undir það.
„Já ég hugsa það. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra og mér fannst ég eiga nokkuð gott tímabil árið 2022 þrátt fyrir að við vorum ekki frábærir sem lið. Ég held að þetta sé besta tímabilið mitt frá því ég kom heim og það er greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig," svaraði Björn Daníel.
Hann hefur fimm sinnum verið valinn í lið umferðarinnar og sýnt mikinn stöðugleika í gegnum þetta tímabil hjá FH sem situr í fjórða sætinu.
Sterkustu leikmenn:
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir