„Sko sóknarlega fannst mér við bara mjög fínir og bara gerum okkur erfitt fyrir fáum okkur mark í byrjun og náum að jafna og erum með svona tökin á leiknum". Sagði Björn Daníel leikmaður FH sem var sturlaður í 3-2 sigri á Fylki.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 3 FH
„En fáum á okkur mark úr föstu leikatriði og síðan fáum við nokkur færi til að jafna plús það að mínu mati að fá víti en svo hérna loksins kom þetta í seinni hálfleik og mér fannst við líklegri að bæta við marki og bara flott að ná inn markinu".
Björn Daníel var spurður hvernig honum fannst um sína eigin frammistöðu?
„Jájá ég bara ánægður að skora ég fékk einhvað högg þarna í mjöðmina í fyrri hálfleik sem var einhvað að hrjá mig en ég náði að hjálpa liðinu með að skora í dag og er ánægður með það og þú veist sýndum karakter aftur erum búnir að lenda oft undir í sumar og í fyrra en sýnum oft karakter og gerðum það hér í dag og bara virkilega virkilega mikilvægur sigur".
Viðtalið við Björn Daníel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.