Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 27. ágúst 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 20. umferðar - Höskuldur, Daníel og Kjartan í sjötta sinn
Kjartan Már Kjartansson var mjög góður á miðsvæði Stjörnunnar í gær.
Kjartan Már Kjartansson var mjög góður á miðsvæði Stjörnunnar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þó 20. umferð Bestu deildarinnar ljúki ekki fyrr en 13. september með leik Víkings og KR þá látum við ekki Sterkasta lið umferðarinnar bíða. Það er valið úr hinum fimm leikjum umferðarinnar, sem öllum er lokið.

Breiðablik er komið á toppinn eftir dramatískan 2-1 útisigur á ÍA þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, sem lék á miðjunni, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Höskuldur hefur alls sex sinnum verið valinn í lið umferðarinnar.

Ísak Snær Þorvaldsson er farinn að sýna sínar bestu hliðar og var lykilmaður í endurkomunni. Þá eru Anton Ari Einarsson og Viktor Örn Margeirsson einnig í úrvalsliðinu og Halldór Árnason er þjálfari umferðarinnar.



Björn Daníel Sverrisson fór á kostum þegar FH vann 3-2 útisigur gegn Fylki. Tvö mörk, stoðsending og svo mikið meira frá Birni. Kjartan Kári Halldórsson lék einnig lykilhlutverk í sigri FH en hann hefur líkt og Höskuldur verið valinn sex sinnum í lið umferðarinnar.

Annar leikmaður sem einnig er valinn í sjötta sinn er Daníel Hafsteinsson en hann var með stoðsendingu í báðum mörkum KA sem vann 2-1 útisigur gegn Fram. Dagur Ingi Valsson, sem kom frá Keflavík í sumarglugganum, skoraði sigurmarkið í lok leiksins.

Óli Valur Ómarsson var maður leiksins þegar Stjarnan vann HK. Mark og stoðsending frá honum. Kjartan Már Kjartansson var gríðarlega öflugur á miðsvæðinu hjá Garðbæingum sem eru komnir upp í efri helminginn.

Þá er Jónatan Ingi Jónsson í úrvalsliðinu eftir mark og stoðsendingu í 3-1 sigri Vals gegn Vestra.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Blikar mættir á toppinn og spenna á öllum vígstöðvum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner