Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
banner
   sun 25. ágúst 2024 22:55
Daníel Darri Arnarsson
Heimir: Hann var svona 60-70% heill
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara virkilega góð fyrir utan kannski svona 15-18 mínúturnar við vorum aðeins að klikka í byrjun við mættum bara til þess að spila fótbolta þegar þú mætir Fylki á þessum velli þarftu að hafa grunnatriðin á hreinu og við vorum ekki með þau". Sagði Heimir Guðjónsson eftir 3-2 sigur FH 


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  3 FH

„Eftir það spiluðum við virkilega vel og vorum miklu betra lið og spiluðum á köflum bara mjög góðan fótbolta og unnum þennan leik sanngjarnt og sýndum aftur karakter með að lentum undir og koma til baka svo verð ég líka að hrósa varnar og miðjumönnunm okkar Fylkir er frábært skyndi sóknarlið og fengu ekki margar í dag þannig heilt yfir í dag utan þessar fyrstu 15 vorum við mjög góðir".

FHingar hafa þurft að breyta sinni öftustu línu virkilega mikið uppá síðkastið og Heimir var spurður hvort það hafi mikil áhrif á leik þeirra.

„Já það er nú aldrei gott að þurfa vera breyta varnarlínunni leik eftir leik en engu síður mennirnir sem hafa komið inn og Jói kom inn í dag og stóð sig vel og hérna þannig að og Ingimar komið feyki sterkur til okkar og spilað vel þessa tvo leiki svo bara söfnum við kröftum og æfum í vikunni og verðum síðan klárir í næsta slag".

Heimir var spurður út í frammistöðuna hans Björn Daníels sem var frábær hér á Würth vellinum.

„Hann var frábær í dag og meðan við að hann var svona 60-70% og hérna var orðinn drag haltur og hérna og sýndi náttlega bara frábær gæði og þegar hann nennir því þá er hann með betri leikmönnum í þessari deild".

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner