„Bara virkilega góð fyrir utan kannski svona 15-18 mínúturnar við vorum aðeins að klikka í byrjun við mættum bara til þess að spila fótbolta þegar þú mætir Fylki á þessum velli þarftu að hafa grunnatriðin á hreinu og við vorum ekki með þau". Sagði Heimir Guðjónsson eftir 3-2 sigur FH
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 3 FH
„Eftir það spiluðum við virkilega vel og vorum miklu betra lið og spiluðum á köflum bara mjög góðan fótbolta og unnum þennan leik sanngjarnt og sýndum aftur karakter með að lentum undir og koma til baka svo verð ég líka að hrósa varnar og miðjumönnunm okkar Fylkir er frábært skyndi sóknarlið og fengu ekki margar í dag þannig heilt yfir í dag utan þessar fyrstu 15 vorum við mjög góðir".
FHingar hafa þurft að breyta sinni öftustu línu virkilega mikið uppá síðkastið og Heimir var spurður hvort það hafi mikil áhrif á leik þeirra.
„Já það er nú aldrei gott að þurfa vera breyta varnarlínunni leik eftir leik en engu síður mennirnir sem hafa komið inn og Jói kom inn í dag og stóð sig vel og hérna þannig að og Ingimar komið feyki sterkur til okkar og spilað vel þessa tvo leiki svo bara söfnum við kröftum og æfum í vikunni og verðum síðan klárir í næsta slag".
Heimir var spurður út í frammistöðuna hans Björn Daníels sem var frábær hér á Würth vellinum.
„Hann var frábær í dag og meðan við að hann var svona 60-70% og hérna var orðinn drag haltur og hérna og sýndi náttlega bara frábær gæði og þegar hann nennir því þá er hann með betri leikmönnum í þessari deild".
Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.