Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 25. ágúst 2024 22:55
Daníel Darri Arnarsson
Heimir: Hann var svona 60-70% heill
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara virkilega góð fyrir utan kannski svona 15-18 mínúturnar við vorum aðeins að klikka í byrjun við mættum bara til þess að spila fótbolta þegar þú mætir Fylki á þessum velli þarftu að hafa grunnatriðin á hreinu og við vorum ekki með þau". Sagði Heimir Guðjónsson eftir 3-2 sigur FH 


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  3 FH

„Eftir það spiluðum við virkilega vel og vorum miklu betra lið og spiluðum á köflum bara mjög góðan fótbolta og unnum þennan leik sanngjarnt og sýndum aftur karakter með að lentum undir og koma til baka svo verð ég líka að hrósa varnar og miðjumönnunm okkar Fylkir er frábært skyndi sóknarlið og fengu ekki margar í dag þannig heilt yfir í dag utan þessar fyrstu 15 vorum við mjög góðir".

FHingar hafa þurft að breyta sinni öftustu línu virkilega mikið uppá síðkastið og Heimir var spurður hvort það hafi mikil áhrif á leik þeirra.

„Já það er nú aldrei gott að þurfa vera breyta varnarlínunni leik eftir leik en engu síður mennirnir sem hafa komið inn og Jói kom inn í dag og stóð sig vel og hérna þannig að og Ingimar komið feyki sterkur til okkar og spilað vel þessa tvo leiki svo bara söfnum við kröftum og æfum í vikunni og verðum síðan klárir í næsta slag".

Heimir var spurður út í frammistöðuna hans Björn Daníels sem var frábær hér á Würth vellinum.

„Hann var frábær í dag og meðan við að hann var svona 60-70% og hérna var orðinn drag haltur og hérna og sýndi náttlega bara frábær gæði og þegar hann nennir því þá er hann með betri leikmönnum í þessari deild".

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner