Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 12:20
Innkastið
Sterkastur í 20. umferð - Hann bara hélt þeim á floti
Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
Árni Snær Ólafsson er leikmaður umferðarinnar.
Árni Snær Ólafsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Árni kom sínum mönnum til bjargar í kvöld. KR-ingar skutu hann í gang," skrifaði Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, um val sitt á markverðinum Árna Snæ Ólafssyni sem manni leiksins í 2-1 útisigri Stjörnunnar gegn KR.

Árni er Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar, en valið var tilkynnt í Innkastinu.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

„Hann bara hélt þeim á floti í fyrri hálfleik og var algjörlega frábær. Þegar Árni er góður þá er hann góður. Hann er með alla þessa reynslu, hann er yfirvegaður," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur þáttarins.

„Hann hefur fengið smá gagnrýni fyrir vörslur enda er svolítið eins og það sé númer tvö í vopnabúrinu, hann er spilandinn, hann er leikstjórnandinn."

Stjarnan er í þriðja sæti Bestu deildarinnar.



Leikmenn umferðarinnar:
19. umferð - Vicente Valor (ÍBV)
18. umferð - Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Athugasemdir