Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 27. september 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Ísak í viðtali á sænsku: Þetta er draumur
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 16 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði sinn fyrsta leik með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á AFC.

Ísak kom til Norrköping frá ÍA síðastliðinn vetur og hann hefur verið fljótur að læra sænskuna. Eftir leikinn í gær fór hann í viðtal á sænsku hjá heimasíðu Norrköping.

„Það hefur verið markmið mitt að spila með aðalliði Norrköping og þetta er draumur," sagði Ísak í viðtalinu.

„Það var ótrúlega gaman að fá að spila með Alexander Fransson og öllum hinum leikmönnunum. Þetta var mjög gaman."

Ísak var beðinn um að lýsa sínum helstu kostum sem leikmaður. „Ég er góður í að spila með öðrum leikmönnum. Ég er með góðan vinstri fót og ég get hlaupið mikið," sagði Ísak.

Hér að neðan má horfa á viðtalið í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner