Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 27. september 2020 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki hægt að réttlæta það að Beitir setji hendina út"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitt stærsta atvik dagsins leit dagsins ljós á fimmtu mínútu uppbótartíma í viðureign KR og Fylkis á Meistaravöllum.

Beitir Ólafsson, markvörður KR, kastaði boltanum fram völlinn og nokkrum sekúndum seinna fer Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis, í grasið eftir að snerting varð á milli handar Beitis og andlits Ólafs.

Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, dæmdi Beiti brotlegan og Fylkir fékk víti. Sam Hewson skoraði úr vítaspyrnunni það sem reyndist sigurmark leiksins, 1-2 útisigur Fylkis staðreynd.

Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson ræddu þetta atvik í Pepsi Max-tilþrifunum. Hjörvar er á því að dæma hefði átt Ólaf Inga brotlegan fyrir að vera atast í Beiti og svo gerist Beitir brotlegur. Hjörvar segir því að KR hefði átt að fá aukaspyrnu áður en möguleiki var á því að Fylkir fengi vítaspyrnu.

Eftir að hafa horft á atvikið oft segir Hjörvar: „Það er ekki hægt að réttlæta það að Beitir setji hendina út." Eftir að Beitir kastar boltanum út lyftir Beitir upp hægri hendinni en erfitt að meta hvort Beitir fari í andlit Ólafs eða hvort Ólafur leitist eftir því að fara í hendina á Beiti með þeim tilgangi að fiska brot.

Viðtöl við Rúnar Kristinsson og Ólaf Inga Skúlason má sjá og hlusta á hér að neðan.
Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti
Óli Skúla hrósar dómaranum: Rekur bara olnbogann í andlitið á mér
Athugasemdir
banner