Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 27. september 2023 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Dregið í enska deildabikarnum: Man Utd mætir Newcastle - Arnór fer á Stamford Bridge
Man Utd mætir Newcastle
Man Utd mætir Newcastle
Mynd: Getty Images
Liðin sem mættust í úrslitum enska deildabikarsins á síðasta tímabili, Manchester United og Newcastle, eigast við í 16-liða úrslitum í ár, en drátturinn fór fram eftir að þriðju umferðinni lauk í kvöld.

Manchester United lagði Newcastle að velli, 2-0, í úrslitum á Wembley í febrúar, en Newcastle getur náð fram hefndum er liðin mætast á Old Trafford.

Liverpool heimsækir Bournemouth og þá mætast West Ham og Arsenal í Lundúnarslag.

Arnór Sigurðsson og félagar í Blackburn fá erfitt verkefni, en liðið mætir Chelsea á Stamford Bridge og þá fara Jóhann Berg Guðmundsson og hans menn í Burnley á Goodison Park.

Leikirnir fara fram í síðustu vikunni í október.

Drátturinn:
Mansfield - Port Vale
Ipswich - Fulham
Manchester United - Newcastle United
Bournemouth - Liverpool
Chelsea - Blackburn Rovers
West Ham - Arsenal
Everton - Burnley
Exeter - Middlesbrough
Athugasemdir
banner
banner