Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 27. september 2023 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sociedad vann tíu leikmenn Valencia
Carlos Fernandez skoraði laglegt sigurmark
Carlos Fernandez skoraði laglegt sigurmark
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Real Sociedad vann annan leik sinn í röð í La Liga á Spáni er það bar sigurorð af Valencia, 1-0, á Mestalla-leikvanginum í kvöld.

Carlos Fernandez skoraði eina markið á 32. mínútu. Framherjinn fékk boltann í teignum, sneri á varnarmanninn, áður en hann þrumaði boltanum í netið.

Undir lok hálfleiksins var Selim Amallah, leikmaður Valencia, rekinn af velli er hann steig á hælinn á Mikel Merino.

Valencia fékk færin til að jafna í síðari. Javi Guerra fékk líklega besta færið er Alex Remiro átti ömurlega sendingu fram völlinn, sem endaði hjá Guerra. Hann var með opið mark en þrumaði boltanum yfir.

Sociedad hélt út og vann annan leik sinn í röð. Liðið er með 12 stig í 5. sæti, en Valencia í 8. sæti með 10 stig.

Cadiz og Rayo Vallecano gerðu markalaust jafntefli.

Liðin skiptust á færum og tókst meðal annars Rayo að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum, en markið var dæmt af þar sem búið var að flauta brot á hinum enda vallarins. Umdeildur dómur.

Rayo var líklegra í síðari hálfleiknum en markið kom aldrei. Þá fékk Abdul Mumin, varnarmaður Rayo, að líta sitt annað gula spjald á 88. mínútu fyrir litlar sakir.

Rayo er í 6. sæti með 11 stig en Cadiz í 9. sæti með 9 stig.

Cadiz 0 - 0 Rayo Vallecano
Rautt spjald: Abdul Mumin, Rayo Vallecano ('88)

Valencia 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Carlos Fernandez ('32 )
Rautt spjald: Selim Amallah, Valencia ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner